Fræðslunefnd - 354. fundur - 19. mars 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064 |
|
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. |
||
Lagt fram til kynningar |
||
|
||
2. |
Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015 - 2015010049 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri ábendingum um málefni innflytjenda. |
||
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir frekari upplýsingum. |
||
|
||
3. |
Ósk um framlag í formi hvatningar og styrks - 2015030044 |
|
Lagt fram bréf dagsett 11. febrúar 2015 frá Önnu Þóru Ísfold, framkvæmdarstjóra, fyrir hönd nýsköpunarkeppni grunnskóla, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt og hvetur grunnskólana til þess að nýta sér þau tækiflæri sem nýsköpunarkeppni grunnskólanna býður upp á. |
||
|
||
4. |
Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 - 2014090072 |
|
Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
|
5. |
Gjöf til grunnskóla Ísafjarðarbæjar - 2015020118 |
|
Lagt fram bréf, dagsett 23. maí 2015, frá Vilhelmínu Guðmundsdóttur, þar sem hún gefur peningagjöf til að kaupa á fræðsluefni um einelti og afleiðingar þess. |
||
Fræðslunefnd þakkar Vilhelmínu höfðinglega gjöf og beinir því til grunnskóla Ísafjarðarbæjar að nýta hana í þeim anda sem hún er gefin. |
||
|
||
6. |
Reglur um heimsóknir í leik- og grunnskóla - 2015030055 |
|
Lögð fram drög að reglum um heimsóknir og auglýsingar utanaðkomandi í leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar. |
||
Gerðar voru breytingar í samræmi við umræður á fundinum og verður skjalið aftur lagt fyrir fræðslunefnd þegar skólastjórnendur hafa farið yfir drögin. |
||
|
||
7. |
Skólanámskrár leikskólanna - 2014120059 |
|
Lagðar fram skólanámskrár leikskólanna Sólborgar og Tjarnarbæjar. |
||
Fræðslunefnd þakkar vandaðar námskrár og augljóslega mikil vinna sem liggur á bakvið þær. |
||
|
||
8. |
Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070 |
|
Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, um heildstæða stefnu í leikskólamálum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
9. Fræðslunefnd vill fagna góðri kynningu fá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri í vísindaporti föstudaginn 13. mars s.l.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9.05
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Martha Kristín Pálmadóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Elísabet Samúelsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |