Fræðslunefnd - 352. fundur - 8. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar

 

   

2.

2015010002 - Handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum

 

Lagður fram tölvupóstur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti frá 29. desember 2014, þar sem bent er á að á vef mennta- og menningarmáraráðuneytis (http://www.menntamalaraduneyti.is/menntamal/grunnskolar/oryggismal/) er komin út handbók um öryggi og velferð barna í grunnskólum.

 

Fræðslunefnd felur Skóla- og tómstundasviði að fara yfir núverandi öryggisáætlanir og samræma þær við handbók mennta- og menningarmálaráðuneytis.

 

   

3.

2014110015 - Stillum saman strengi

 

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, upplýsti nefndina um stöðuna á verkefninu Stillum saman strengi og lagði fram yfirlit yfir námsárangur haustið 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2014120028 - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 16. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu fræðslunefndar til dagsetninga á sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar.

 

   

5.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 18. desember 2014, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar Eyrarsól, 5 ára deild, sem starfrækt hefur verið á sundhallarloftinu. Deildin var hugsuð sem úrræði vegna skorts á leikskólaplássum, yrði starfrækt í tvö ár og þá yrði málið endurskoðað. Óskað er eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um hvort Eyrarsól verði rekin áfram og þá í hvaða mynd.
Málið var áður á dagskrá á 351. fundi fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og var þegar deildin var sett á laggirnar.

 

   

6.

2015010003 - Ósk um aukningu á stöðugildum við Tjarnarbæ

 

Lagt fram bréf, dagsett 5. janúar 2015, frá Svövu Rán Valgeirsdóttur leikskólastjóra á Tjarnarbæ, þar sem hún óskar eftir aukningu á stöðugildum um 87,5% stöðu.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.10

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Sigurður Jón Hreinsson

 

Elísabet Samúelsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?