Fræðslunefnd - 351. fundur - 18. desember 2014
Dagskrá:
1. |
2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar |
|
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014020049 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014 |
|
Lagt fram bréf, dagsett 25. nóvember 2014, frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinum, þar sem sagt er frá því að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja sveitarfélög og aðra rekstraraðila grunnskóla í landinu til að taka upp námsupplýsingakerfi er styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í grunnskólum landisins og áherslur er fram koma í Hvítbók um umbætur í menntun. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2013100038 - Tölvukaup |
|
Lögð fram greinargerð frá Ragnari Þór Péturssyni hjá Skema um stöðu og framhald á vinnu hans fyrir grunnskólana í Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2014090072 - Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 |
|
Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með framsækin og falleg fréttabréf. |
||
|
||
5. |
2014090068 - Eyrarsól |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 18. desember 2014, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, er varðar Eyrarsól, 5 ára deild, sem starfrækt hefur verið á sundhallarloftinu. Deildin var hugsuð sem úrræði vegna skorts á leikskólaplássum, yrði starfrækt í tvö ár og þá yrði málið endurskoðað. Óskað er eftir því að fræðslunefnd taki ákvörðun um hvort Eyrarsól verði rekin áfram og þá í hvaða mynd. |
||
Fræðslunefnd felur starfsfólki skóla- og tómstundasviðs að boða fulltrúa foreldra barna í árgangi 2010 á fund til að fara yfir tillögur. |
||
|
||
6. |
2014110015 - Stillum saman strengi |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 12. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem farið er yfir hvað hefur verið gert í leikskólum Ísafjarðarbæjar í verkefninu Stillum saman strengi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2014120028 - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 16. desember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa þar sem óskað er eftir afstöðu fræðslunefndar til dagsetninga á sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015. |
||
Fræðslunefnd frestar málinu til næsta fundar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.40
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Martha Kristín Pálmadóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Elísabet Samúelsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |
|
|
|