Fræðslunefnd - 350. fundur - 6. nóvember 2014
Dagskrá:
1. |
2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar |
|
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. |
||
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu. |
||
|
||
2. |
2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa |
|
Lagt fram endurskoðað erindisbréf fyrir fræðslunefnd. |
||
Fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. |
||
|
||
3. |
2011100054 - Stafræn smiðja (Fab Lab) |
|
Lagður fram samningur um Fab Lab smiðju á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2014090072 - Fréttabréf grunnskóla 2014-2015 |
|
Lögð fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóð og skemmtileg fréttabréf. |
||
|
||
5. |
2014110015 - Stillum saman strengi |
|
Lagt fram vinnuskjal um aðgerðaráætlun skóla í Ísafjarðarbæ, sem ber heitið Stillum saman strengi og einnig lagt fram vinnuskjal um samantekt á námsárangri skólabarna í Ísafjarðarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2014110003 - Afsláttur af leikskólagjaldi |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 5. nóvember 2014, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem rætt er um fyrirkomulag afsláttar af vistgjaldi í leikskóla. Eins og reglurnar eru núna fá einstæðir foreldrar og ef báðir foreldrar eru námsmenn 35% afslátt af vistgjaldi og upp hafa komið hugmyndir um að tekjutengja afsláttinn frekar og þannig eigi allir kost á að sækja um ef þeir falla undir fyrirfram ákveðin tekjuviðmið. |
||
Fræðslunefnd telur ekki ráðlagt að gera breytingar á afslættinum. |
||
|
||
7. |
2014030062 - Ósk um aukningu á stöðugildum á Grænagarði |
|
Lagt fram bréf, dagsett 28. október 2014, frá Maríu Valberg, skólastjóra leikskólans Grænagarðs, þar sem hún óskar eftir að fá að auka stöðugildi við leikskólann um 12,5% þar sem börnum hefur fjölgað nokkuð í leikskólanum. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9.30
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Martha Kristín Pálmadóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Elísabet Samúelsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |
|
|
|