Fræðslunefnd - 347. fundur - 21. ágúst 2014
Dagskrá:
1. |
2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar |
|
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. |
||
Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu. |
||
|
||
2. |
2014080026 - Skýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar 2014 |
|
Lögð fram skýrsla um starf Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2013-2014. |
||
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundssviðs að útbúa leiðbeinandi form um hvað skýrslan á að innihalda. |
||
|
||
3. |
2013120028 - Úthlutunarlíkan og samstarfssamningur |
|
Lagður fram samstarfssamningur Tónlistarskóla Ísafjarðar annarsvegar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hinsvegar við Ísafjarðarbæ og úthlutunarlíkan tónlistarskóla. Málið var áður á dagskrá á 345. fundi fræðslunefndar. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að drög að samningi við TÍ og LRÓ og úthlutunarlíkanið verði samþykkt með þeim breytingum sem komu fram á fundinum. |
||
|
|
|
4. |
2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa nefnda |
|
Lagt fram erindisbréf fyrir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar. |
||
Fræðslunefnd samþykkir erindisbréfið með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. |
||
|
||
5. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
Lögð fram gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs sem gildir frá 1. janúar 2014. |
||
Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að leggja fram tillögu að gjaldskrárbreytingum til bæjarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
6. |
2014020113 - Þriggja ára áætlun og fimm ára áætlanir |
|
Lögð fram drög að fimm ára áætlun skóla- og tómstundasviðs. |
||
Fræðslunefnd óskar eftir að skjalið verði yfirfarið og lagt fyrir aftur. |
||
|
||
7. |
2014060001 - Niðurstöður 2014 |
|
Lögð fram skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um Hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2014 og einnig skýrsla um vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi 2013 sem unnin var fyrir Menntaskólann á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2014080030 - Stjúptengsl - námskeið fyrir fagfólk |
|
Lagt fram bréf, dagsett 16. júlí 2014, frá Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa sem rekur Vensl ehf. og er ritstjóri vefsins www.stjuptengsl.is, þar sem hún er að kynna námskeið sem ætlað er fagfólki sveitarfélaga sem vinnur með börnum og ungmennum og fjölskyldum þeirra. Námskeiðið ber heitið: Stjúptengsl - fyrir fagfólk. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2014080033 - Niðurstöður Skólavogarinnar 2014-2016 |
|
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundsviðs, kynnti fyrir nefndarmönnum hvernig Skólavogin virkar. Markmið Skólavogarinnar er að gefa sveitarstjórnum og skólastjórnendum möguleika á að fylgjast kerfisbundið með þróun ýmissa þátta í skólastarfinu. Samræmdum upplýsingum sem liggja til grundvallar endanlegri niðurstöðu er safnað inn fyrir hvern skóla fyrir sig. Úr þeim er síðan unnið á samræmdan hátt fyrir hvert sveitarfélag sem er aðili að þessu verkefni. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:01
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Martha Kristín Pálmadóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Sigurlína Jónasdóttir |
Margrét Halldórsdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
|
|