Fræðslunefnd - 338. fundur - 20. nóvember 2013
Dagskrá:
1. |
2013040029 - Ósk um breytingar á skóladagatali. |
|
Lagt fram bréf dagsett 15. október 2013, frá Stefaníu Ásmundsdóttur, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, þar sem hún óskar eftir að fá að breyta skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014. Meðfylgjandi er skóladagatalið sem sýnir breytinguna. |
||
Fræðslunefnd samþykkir breytinguna. |
||
|
||
2. |
2013020004 - Fréttabréf grunnskóla 2013 |
|
Lagt fram til kynningar fréttabréf októbermánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir upplýsandi fréttabréf. |
||
|
||
3. |
2013110021 - Umsókn um styrk vegna heimsóknar erlendra gesta |
|
Lagt fram bréf dagsett 4. nóvember 2013, frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, Herdísi Hubner og Monicu Machintosh kennurum í Grunnskólanum á Ísafirði, þar sem óskað er eftir styrk vegna Comeníusarverkefnis sem skólinn er að taka þátt í ásamt fimm öðrum löndum og á styrkurinn að vera til að mæta ýmsum kostnaði við móttöku á hópi fólks frá þátttökulöndunum. |
||
Fræðslunefnd tekur vel í erindið en óskar eftir frekari upplýsingum. |
||
|
||
4. |
2013110035 - Ársskýrslur 2012-2013 |
|
Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Laufáss, Grænagarðs og Tjarnarbæjar fyrir árið 2012-2013. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2011110052 - Opnunartími Eyrarskjóls |
|
Lagt fram minnisblað dagsett 14. nóvember 2013 frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem farið er yfir að lítil eftirspurn er eftir vistun á leikskólanum Eyrarskjóli til kl. 17 og því þurfi að endurskoða opnunartímann og stytta hann annaðhvort til kl. 16.15 eða kl. 16.30. |
||
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólinn Eyrarskjól loki kl. 16.30 frá og með 1. janúar 2014. |
||
|
||
6. |
2013110036 - Ferð til Póllands |
|
Lögð fram skýrsla frá leikskólunum Grænagarði, Laufási og Tjarnarbæ þar sem sagt er frá menningarferð sem starfsfólk skólanna fór í til Póllands 13.-17. júní 2013 |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
7. Önnur mál:
Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um fjölda starfsdaga og starfsmannafunda í leikskólum Ísafjarðarbæjar og samræmingu á þeim dögum á milli leikskóla og grunnskóla. Starfsmenn skýrðu frá því hver fjöldinn er og hvernig samræmingu er háttað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.35
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Auður Helga Ólafsdóttir |
Benedikt Bjarnason |
|
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir |
Guðrún Íris Hreinsdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
|