Fræðslunefnd - 335. fundur - 11. september 2013

Dagskrá:

1.

2013080018 - Skýrslur Tónlistarskóla Ísafjarðar 2013

 

Lögð fram skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2012-2013, tvær fundargerðir skólanefndar og skóladagatal fyrir veturinn 2013-2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2013090009 - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2014

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 5. september 2013, frá Sigurlína Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, um sumarlokun leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar. Sumarlokun þeirra hefur skarast undanfarin ár, en með tilkomu Eyrarsólar, nýrrar 5 ára deildar, þurfa þeir líklega að loka á sama tíma þar sem börn á Eyrarsól geta átt systkini bæði á Eyrarskjóli og Sólborg.

 

Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að óska eftir umsögn foreldraráða leikskólanna, áður en nefndin tekur ákvörðun.

 

   

3.

2013050008 - Skóladagatöl 2013-2014

 

Lagt fram skóladagatal fyrir Eyrarsól vetur 2013-2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Almennar umræður um vinnu við fjárhagsáætlun 2014, einnig var lagt fram minnisblað, dagsett 5. september 2013, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, um hver þörfin er á viðhaldi í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd óskar eftir nánari upplýsingum á næsta fundi nefndarinnar um forgangsröðun á viðhaldi skólanna og þörf á kennslutækjum.

 

   

5.

2013090015 - Skýrslur og áætlanir skóla, skólaárið 2013-2014

 

Lagðar fram starfsáætlanir allra grunnskólanna í Ísafjarðarbæ fyrir veturinn 2013-2014.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir góðar skýrslur.

 

   

6. Skimanir.

Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla-og tómstundasviðs kynnti fyrir nefndinni hvaða skimanir eru lagðar fyrir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Auður Helga Ólafsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Benedikt Bjarnason

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?