Fræðslunefnd - 334. fundur - 13. ágúst 2013

Dagskrá:

1.

2013050012 - Ósk um að ráða tvo starfsmenn á Sólborg

 

Lagt fram bréf, dagsett 10. maí 2013, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Sólborg, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða inn tvo starfsmenn í sitthvort 81,25% starfshlutfallið, vegna barna sem þurfa aðstoð í námi.
Erindið var áður á dagskrá fræðslunefndar á 332. fundi nefndarinnar.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

 

   

2.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

 

Lagt fram bréf frá foreldraráði Eyrarskjóls, dagsett 21. júní sl. en móttekið 9. júlí sl., þar sem fram koma athugasemdir um framkvæmd og skipulagningu deildarinnar. Foreldraráð óskar eftir að tekið verði tillit til athugasemdanna.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 803. fundi sínum.

 

Fræðslunefnd þakkar allar þær ábendingar sem fram hafa komið og mun ásamt starfsfólki taka tillit til þeirra eins og kostur er.

 

   

3.

2013060033 - Fjárhagsáætlun 2014

 

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, kynnti vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og lagði áherslu á að nefndin kæmi fyrr inn í vinnuferlið.

 

Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að koma með minnisblað á næsta fund nefndarinnar.

 

   

4.

2013020050 - Skýrslur grunnskóla 2013

 

Lagðar fram ársskýrslur og sjálfsmatsskýrslur allra grunnskólanna í Ísafjarðarbæ.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrslurnar. Ljóst er að mikil gróska er í skólum sveitarfélagsins.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

 

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Auður Helga Ólafsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Hólmfríður Vala Svavarsdóttir

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?