Fræðslunefnd - 333. fundur - 5. júní 2013

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir ,fulltrúi foreldra.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen, fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra.

 

Dagskrá:

 

1.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum.

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 30. maí 2013, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, vegna leikskóladeildar fyrir 5 ára börn. Bæjarráð tók erindið fyrir á 797. fundi sínum og vísaði því til fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla - og tómstundasviðs að halda kynningarfund fyrir foreldra 5 ára barna.

 

   

2.

2013050057 - Ráðning skólastjóra GÞ.

 

Margrét Halldórssdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, lagði fram gögn varðandi ráðningarferli skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri. Tvær umsóknir voru um stöðuna.

 

Fræðslunefnd mælir með að Stefanía Helga Ásmundsdóttir verði ráðin sem skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri.

 

   

3.

2013050075 - Hagir og líðan nemenda í Ísafjarðarbæ 2013.

 

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu um hagi og líðan barna í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í Ísafjarðarbæ árið 2013.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2010080057 - Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð fram drög að atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd felur Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla - og tómstundasviðs að koma þeim breytingum á framfæri sem ræddar voru á fundinum.

 

   

5.

2011120044 - Trúnaðarmál.

 

Lögð fram 3 trúnaðarmál.

 

Þrjú trúnaðarmál tekin fyrir sem færð voru til bókar í trúnaðarmálabók og geymd í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

 

   

6. Önnur mál.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, kynnti hugmynd að nýju skipulagi fyrir 1. - 4. bekk í Grunnskólanum á Ísafirði, þar sem tómstundir verði settar inn í stundatöflu nemendanna.

Fræðslunefnd samþykkir þetta fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

 

Ólöf Hildur Gísladóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Magnús Reynir Guðmundsson

 

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?