Fræðslunefnd - 329. fundur - 27. febrúar 2013
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál:
Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Edda Graichen, fulltrúi kennara og Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, boðuðu forföll og mættu engir í þeirra stað.
Dagskrá:
1. |
2012070029 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2012 - 2013. |
|
Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. er barst með tölvupósti 28. janúar sl. og varðar viðmiðunarreglur vegna grunnskólanemenda er stunda nám utan lögheimilissveitarfélags. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2013020050 - Skýrslur grunnskóla GÍ 2013. |
|
Lagt fram bréf þar sem sagt er frá vinnuferlinu við innleiðingu nýrrar námskrár við Grunnskólann á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2013020050 - Skýrslur grunnskóla GÖ 2013. |
|
Lagt fram yfirlit yfir sjálfsmatsvinnu í Grunnskóla Önundarfjarðar veturinn 2012-2013. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2013020050 - Skýrslur grunnskóla GÍ 2013 |
|
Lögð fram skýrsla um innra mat Grunnskólans á Ísafirði. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna og mun vinna áfram með niðurstöður hennar í samvinnu við Grunnskólann á Ísafirði. |
||
|
||
5. |
2011120054 - Umsóknir um úttektir á grunnskólum. |
|
Lögð fram skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði. Í september 2012 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni hjá Gát sf., að gera úttekt á starfsemi GÍ. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi. |
||
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að koma með úrbótaáætlun í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
6. |
2013020059 - Ósk um að fá að ráða þroskaþjálfa. |
|
Lagt fram bréf, dagsett 22. febrúar 2013 frá Sveinfríði Olgu Veturliðadóttir, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, þar sem óskað er eftir því að fá að ráða þroskaþjálfa í 180 kennslustundir fram á vor. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Grunnskólinn á Ísafirði fái að ráða þroskaþjálfa í 180 kennslustundir fram á vor. |
||
|
||
7. |
2012010078 - Framtíðarsýn í skólamálum |
|
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, kynnti hugmyndir að framtíðarsýn í skólamálum í Ísafjarðarbæ. |
||
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, að vinna áfram að málinu. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.15.
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
|
Auður Helga Ólafsdóttir |
Ólöf Hildur Gísladóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Benedikt Bjarnason |
|
Sigurlína Jónasdóttir |
Margrét Halldórsdóttir |
|
|