Fræðslunefnd - 328. fundur - 6. febrúar 2013
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra. Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra mætti ekki og mætti Helga Björk Jóhannsdóttir í hennar stað.
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra.
Dagskrá:
1. |
2013020005 - Drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla. |
|
Lögð fram drög að frumvarpi til laga um tónlistarskóla. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 7. febrúar 2013. |
||
Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við frumvarpið. |
||
|
||
2. |
2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði. |
|
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bókaði á fundi sínum 28.01.2013, að það óskaði eftir að skóla- og tómstundasvið gerði nú þegar úttekt á möguleika þess að opnuð verði leikskóladeild fyrir fimm ára börn í Skutulsfirði. Þar sem mjög fámennur árgangur er að fara út úr leikskólunum í vor, bendir allt til þess að ekki náist að taka inn öll þau börn sem verða orðin 18 mánaða í haust. |
||
Málið er í vinnslu á skóla- og tómstundasviði. |
||
|
||
3. |
2011120054 - Umsóknir um úttektir á grunnskólum. |
|
Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti dagsett 17. janúar sl., ásamt skýrslu með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Ísafirði. Í september 2012 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Braga Guðmundssyni og Trausta Þorsteinssyni hjá Gát sf., að gera úttekt á starfsemi GÍ. Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir á grunnskólastigi. |
||
Skýrslan lögð fram til kynningar og vinna er þegar hafin við úrbótaáætlun. |
||
|
||
4. |
2013020006 - Skimanir. |
|
Lögð fram áætlun um þær skimanir sem lagðar eru fyrir í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2013020004 - Fréttabréf grunnskóla 2013. |
|
Lagt fram fréttabréf janúarmánaðar Grunnskólans á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011100063 - Skólavogin. |
|
Kynning á skólavoginni fyrir nefndarmenn. |
||
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, kynnti fyrir nefndarmönnum það sem að skólavogin hefur upp á að bjóða. |
||
|
7. Önnur mál:
Ólöf Hildur Gísladóttir spurðist fyrir um hvort dagforeldrar ættu rétt á mokstri á heimreið hjá sér og einnig hvort möguleiki væri á að dagforeldrar fái að leigja íþróttahúsið sér að kostnaðarlausu, t.d. einu sinni í mánuði til að hafa hitting. Starfsfólki skóla- og tómstundasviðs falið að skoða málið.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, gerði athugasemdir við hálkuvarnir við Grunnskólann á Ísafirði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.20.
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
|
Auður Helga Ólafsdóttir |
Ólöf Hildur Gísladóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |
Sigurður Jóhann Hafberg |
|
|