Fræðslunefnd - 327. fundur - 16. janúar 2013

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen, fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir, fulltrúi foreldra. Elfar Reynisson, fulltrúi kennara mætti ekki og enginn í hans stað.

 

Dagskrá:

1.

2012120015 - Innra eftirlit með leiksvæðum Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð fram handbók sem ætluð er fyrir rekstrarskoðun leiksvæða og skemmtigarða. Handbókin er gefin út af RoSPA(Royal Society og Prevention of Accidents) í Bretlandi og er þýdd og staðfærð á vegum Umhverfisstofnunar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2013010033 - Afsláttargjald leikskóla.

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, dagsett 11. janúar 2013, þar sem óskað er eftir því að fræðslunefnd taki afstöðu til þess hvort að foreldrar, sem eru einstæðir eða báðir námsmenn og eiga fleiri en eitt barn í leikskóla, geti verið bæði með afslátt sem einstæðir foreldrar og/eða námsmenn og einnig fengið systkinaafslátt, misjafnt er hvernig þetta er í öðrum sveitarfélögum, sum eru með báða afslættina en önnur bara annan.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að systkinaafsláttur verði reiknaður af leikskólagjaldi eftir að lækkað hefur verið vegna annarra afslátta.

 

   

3.

2013010034 - Beiðni um breytingar á starfsdögum.

 

Lagt fam bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra Sólborgar, dagsett       4. janúar 2013, þar sem óskað er eftir að fá að færa starfsdag, sem er á skóladagatalinu 24. apríl 2013 til 25. mars 2013.

 

Fræðslunefnd samþykkir breytinguna á skóladagatali Sólborgar.

 

   

4.

2013010035 - Lokað 24. og 31 des.

 

Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra Sólborgar fyrir hönd allra leikskólastjóra í Ísafjarðarbæ, dagsett 9. janúar 2013, þar sem óskað er eftir að leikskólar Ísafjarðarbæjar verði lokaðir 24. og 31. desember.

 

Fræðslunefnd hafnar því að leikskólarnir verði lokaðir 24. og 31. desember.

 

   

5.

2011020053 - Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar. - Endurskoðun.

 

Lögð fram drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Fræðslunefnd veltir upp þeirri spurningu hvort að skilgreina ætti fjarverustefnu í starfsmannastefnunni.

 

   

6.

2012010077 - Starfsáætlun grunnskóla.

 

Lögð fram starfsáætlun Grunnskólans á Þingeyri 2012-2013.

 

Fræðslunefnd lýsir sérstakri ánægju með greinargóða skýrslu.

  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.40

 

 

Gísli Halldór Halldórsson.

Auður Helga Ólafsdóttir.

Sigurlína Jónasdóttir, skóla- og daggæslufulltrúi.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.

Steinþór Bragason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?