Fræðslunefnd - 325. fundur - 7. nóvember 2012

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskóla: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra. Svava Rán Valgeirsdóttir fulltrúi leikskólastjóra mætti ekki, og engin í hennar stað.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskóla: Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, Edda Graichen fulltrúi kennara og Gunnhildur Björk Elíasdóttir fulltrúi foreldra. Elfar Reynisson fulltrúi kennara mætti ekki og enginn í hans stað.

 

Dagskrá:

1.

2012090087 - Ársskýrslur 2011-2012

 

Lagðar fram til kynningar ársskýrslur leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Grænagarðs, Tjarnarbæjar og Laufáss fyrir skólaárið 2011-2012.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar skýrslur.

 

   

2.

2012090088 - Starfsmarkmið 2012-2013

 

Lögð fram starfsmarkmið leikskólanna Eyrarskjóls, Sólborgar, Grænagarðs, Tjarnarbæjar og Laufáss fyrir skólaárið 2012-2013.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2012110008 - Skólaskýrsla 2012

 

Lögð fram Skólaskýrsla 2012 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2012030049 - Fréttabréf

 

Lagt fram fréttarbréf septembermánaðar frá Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2011100063 - Skólavogin

 

Kynning á skólavoginni fyrir nefndarmenn.

 

Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kynnti fyrir nefndarmönnum hvernig vefur skólavogarinnar nýtist okkur og hvaða upplýsingar hægt er að fá þaðan og óskaði eftir frá nefndarmönnum hvað þeir vildu helst fá upplýsingar um.

 

   

Önnur mál:

6. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir hvatti nefndarmenn til að koma eftir kl. 11.30 þann 8. nóvember, sem er dagur gegn einelti og skrifa undir áskorun gegn einelti.

7. Ólöf Hildur Gísladóttir óskaði eftir upplýsingum um aðsókn í mötuneyti Grunnskólans Ísafirði og hvaða viðhorf eru til mötuneytisins.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.10

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Auður Helga Ólafsdóttir

Ólöf Hildur Gísladóttir

Margrét Halldórsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?