Fræðslunefnd - 324. fundur - 26. september 2012
Mættir áheyrnafulltrúar fyrir leikskólamál: Svava Rán Valgeirsdóttir, fulltrúi leikskólatjóra. Sif Huld Albertdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Edda Graichen og Elfar Reynisson, fulltrúar kennara, Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, fulltrúi skólastjóra, mætti ekki og mætti Snorri Sturluson í hennar stað.
Dagskrá:
1. |
2012080035 - Leikskólastjóri á Eyrarskjóli - ráðning 2012. |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 24. september 2012, frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, þar sem farið er yfir hverjir sóttu um leikskólastjórastöðu við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði og hvernig vinnslu við mat á umsækjendum var háttað. Þrjár umsóknir voru um stöðuna, frá Ingibjörgu Heiðarsdóttur, Ísafirði, Guðríði Guðmundsdóttur, Bolungarvík og Björgu Karlsdóttir, Reykhólum. Út frá viðtölum við umsækjendur og mati á hæfni þeirra mælir bæjarstjóri með að Guðríði Guðmundsdóttur verði boðin staðan. |
||
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við niðurstöðu bæjarstjóra. Magnús Reynir Guðmundsson , varamaður í fræðslunefnd tekur ekki afstöðu til málsins. |
||
|
||
2. |
2012090081 - Leikskólapláss án lögheimilis. |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 24. september 2012, frá Sigurlínu Jónasdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, þar sem fram kemur að tvær umsóknir um leikskólapláss án lögheimilis hafa borist sveitarfélaginu og óskað er eftir að fræðslunefnd taki afstöðu til þess, þar sem reglur sveitarfélagsins eru skýrar þannig að ekki er hægt að sækja um leikskólapláss nema lögheimilið sé í Ísafjarðarbæ. |
||
Fræðslunefnd er tilbúin að veita þeim leikskólapláss í leikskólum þar sem ekki eru biðlistar, en ekki þar sem eru biðlistar nema fullt gjald komi fyrir. |
||
|
||
3. |
2012090006 - Fjárhagsáætlun 2013 og þriggja ára áætlun. |
|
Lögð fram gjaldskrá skóla- og tómstundasviðs fyrir árið 2012 og fræðslunefnd beðin að taka afstöðu til gjaldskrárbreytinga. |
||
Fræðslunefnd telur æskilegt að hækkanir verði sambærilegar og hjá öðrum sveitarfélögum og ríkinu, nema hvað varðar leikskólagjöldin sem æskilegt væri að stæðu í stað. Skoða ber hvort að auka megi niðurgreiðslu vegna daggæslu í heimahúsi. |
||
|
||
4. |
2011030042 - Grunnskólinn á Ísafirði 2011. |
|
Lagt fram bréf, dagsett 17. september 2012, frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem kemur fram að einstaklingar hafa óskað eftir heimild til að setja upp hreystivöll við Grunnskólann á Ísafirði. Meðfylgjandi eru teikningar af því hvernig hann gæti litið út. 3X Technology ehf., hafa boðist til þess að sjá um smíði á járnamannvirkjum og ýmsir iðnaðarmenn hafa boðist til þess að setja tækin upp. Þar sem tækin eru heimasmíðuð eru þau ekki vottuð skv. evrópskum öryggisstaðli fyrir leiktæki. Undirlagið verður þó alltaf skv. öryggisstöðlum. Undirritaður óskar því eftir áliti fræðslunefndar á því hvort heimila eigi uppsetningu hreystivallar á lóð Grunnskólans á Ísafirði, sem verður á ábyrgð Ísafjarðarbæjar. |
||
Fræðslunefnd leggur til að völlurinn verði byggður enda verði farið eftir reglugerðinni um öryggi leiksvæða og samráð verði haft við Heilbrigðiseftirlitið. |
||
|
||
5. |
2011120054 - Umsóknir um úttektir á grunnskólum. |
|
Lagt fram til kynningar bréf dagsett, 13. september 2012, frá mennta-og menningarmálaráðuneyti þar sem tilkynnt er um úttekt á Grunnskóla Ísafjarðar. Markmið úttektarinnar er að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af lögum um grunnskóla, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla. Úttektarskýrslan verður gerð opinber á vef ráðuneytisins svo og umbótaáætlun skólans. |
||
Fræðslunefnd fagnar því að gera eigi úttekt á Grunnskóla Ísafjarðar. |
||
|
Önnur mál:
6. Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um hvort að hægt væri að hafa ákveðið vinnuferli þegar að fram kom í skýrslum frá Rannsókn og greiningu atriði sem vert er að skoða, eins og t.d. um vímuefnaneyslu. Hvort að hægt væri að bregaðst við á ákveðinn hátt og hvort að öflug fræðsla um vímuefni ætti sér stað í skólum sveitarfélagsisns.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir hvernig vinnuferlið væri nú og hvernig fræðslu væri háttað.
Fræðslunefnd óskar eftir upplýsignum um starfsmarkmið vegna forvarnastefnu Ísafjarðarbæjar með hliðsjón af nýútkominni skýrslu frá Rannsókn og greiningu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir.
Ólöf Hildur Gísladóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Gísli Halldór Halldórsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Benedikt Bjarnason.