Fræðslunefnd - 323. fundur - 5. september 2012
Dagskrá:
1. |
2012010077 - Skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar 2012. |
|
Lagðar fram til kynningar ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2011-2012. Einnig lagðar fram sjálfsmatsskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar skólaárið 2011-2012. Jafnframt lagðar fram starfsáætlanir Grunnskólans á Ísafirði og Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2012-2013, sem og símenntunaráætlun Grunnskólans á Ísafirði og starfsmarkmið Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
Fræðslunefnd lýsir ánægju með það góða starf sem fram fer í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. |
||
|
||
2. |
2012090008 - Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. |
|
Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greining um hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2012090009 - Úttekt á kennslu í stærðfræði á unglingastigi. |
|
Lögð fram úttekt á stærðfræðikennslu á unglingastigi grunnskóla frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, unnin af Þóru Þórðardóttur og Unnari Hermannssyni. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2012090010 - Kveðja frá velferðarvaktinni. |
|
Lagt fram bréf dagsett 22. ágúst 2012 frá Velferðavaktinni, þar sem minnt er á að huga að velferð barna í efnahagskreppu. |
||
Lagt fram til kynningar. Benedikt Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun undir þessum lið: Legg til að kannað verði hver kostnaður Ísafjarðarbæjar myndi verða árinu 2013 ef Ísafjarðarbær legði nemendum til pappír og ritföng án endurgjalds í upphafi skólaárs. |
||
|
Önnur mál:
a) Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs fór yfir vinnuna sem framundan er við fjárhagsáætlun 2013 og lagði fram gjaldskrá ársins 2012 og óskaði eftir tillögum frá nefndarmönnum varðandi hana.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.45
Helga Dóra Kristjánsdóttir |
|
Ólöf Hildur Gísladóttir |
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Benedikt Bjarnason |
Magnús Reynir Guðmundsson |
|
Margrét Halldórsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
|