Fræðslunefnd - 319. fundur - 18. apríl 2012

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Elsa María Thompson, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra. Martha Lilja Marthensdóttir Olsen fulltrúi foreldra mætti ekki og mætti Thelma Hjaltadóttir í hennar stað. María Valberg og Elfar Reynisson fulltrúar kennara mættu ekki og enginn í þeirra stað.

 

Dagskrá:

1.

2012030049 - Fréttabréf

 

Lögð fram fréttabréf frá Grunnskólanum á Ísafirði fyrir febrúar og mars 2012.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2012040035 - Skóladagatöl 2012-2013

 

Lagt fram skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði skólaárið 2012-2013

 

Fræðslunefnd samþykkir skóladagatal Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2012-2013.

 

   

3.

2012010077 - Skýrslur grunnskóla 2012

 

Lögð fram skýrsla um innra mat í Grunnskólanum á Ísafirði. Helstu áhersluatriði í skýrslunni eru upplýsingastreymi frá skóla til heimila, ánægja foreldra með umsjónarkennara og viðhorf foreldra til skólans.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir vandaða skýrslu.

 

   

4.

2012040037 - Skólamötuneyti

 

Lagt fram minnisblað dagsett 16. apríl 2012 frá Margréti Halldórsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs vegna skólamötuneytis við Grunnskólann á Ísafirði. Samningur við SKG veitingar rennur út í sumar og þaf því að huga að nýjum samningi. Á næstu dögum verður send út könnun til foreldra þar sem þeir geta sagt sitt álit á því hvernig þeir vilja sjá mötuneytið í Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2012040036 - Niðurgreiðsla til dagmæðra

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur skóla- daggæslu- og sérkennslufulltrúa um tillögur að hækkun á niðurgreiðslu Ísafjarðarbæjar til dagforeldra vegna barna eldri en 15. mánaða sem eru í daggæslu í heimahúsi.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að skoða möguleikann á því að auka í 80.000 kr. niðurgreiðslu til dagforeldra með börnum sem eru orðin 18. mánaða og eru á biðlista eftir leikskólaplássi en hafa ekki fengið pláss. Hafni forráðamaður leikskólaplássi falli viðbótarniðurgreiðslan niður. Einnig mætti skoða möguleikann á þvi að hækka niðurgreiðslu barna eldri en 15 mánaða um 50%.

 

   

6.

2012030054 - 5 vikna sumarlokun

 

Lagt fram bréf dagsett í mars 2012 frá foreldrafélögum og foreldraráðum leikskólanna Sólborgar og Eyrarskjóls, þar sem sumarlokunum leikskólanna er mótmælt og einnig er spurt hvort að ekki sé hægt að finna aðra lausn á sumarfríium en að loka og hvort að hægt verði að senda börn á milli leikskólanna þær vikur sem sumarlokunin skarast ekki.

 

Fræðslunefnd lagði ríka áherslu á það að sá tími sem allir leikskólarnir væru lokaðir yrði ekki lengri en tvær vikur, einmitt af þeim ástæðum sem nefndar eru í bréfi foreldra. Því miður tókst hinsvegar ekki að finna lausn á því máli og því varð það niðurstaðan að þessi sameiginlegi lokunartími er þrjár vikur. Foreldrum verður boðið að senda börn sín milli leikskóla þær vikur sem sumarlokanir skólanna skarast ekki, ef þörf krefur. Ef aðsókn verður mikil eftir þessu úrræði neyðist Ísafjarðarbær til þess að forgangsraða umsóknum. Fræðslunefnd mun taka þetta fyrirkomulag til gagngerrar endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

 

   
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.20

Helga Dóra Kristjánsdóttir.

Auður Helga Ólafsdóttir.

Ólöf Hildur Gísladóttir.

Gísli Halldór Halldórsson.

Sigurlína Jónasdóttir.

Margrét Halldórsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?