Fræðslunefnd - 318. fundur - 14. mars 2012
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Elsa María Thompson, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Magnús S. Jónasson, fulltrúi skólastjóra, María Valberg, fulltrúi kennara, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra.
Dagskrá:
1. |
2012030004 - Beiðni um aukningu á stöðugildum. |
|
Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2012 frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarbæjar, þar sem hún óskar eftir aukningu á stöðugildum um 0,75 við leikskólann vegna barns sem þarf stuðning og bíður eftir að komast í greiningu á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að samþykkt verði aukning á stöðugildum við leikskólann Tjarnarbæ, um 0,75 fram að sumarlokun. |
||
|
||
2. |
2012030048 - Starfsmarkmið 2011-2012. |
|
Lögð fram starfsmarkmið fyrir veturinn 2011-2012 frá leikskólunum Eyrarskjóli, Sólborg, Laufási, Grænagarði og Tjarnarbæ. |
||
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd felur starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs að vinna að drögum að sniði fyrir starfsmarkmið. |
||
|
||
3. |
2012030054 - 5 vikna sumarlokun. |
|
Lagt fram minnisblað vegna sumarlokunar leikskóla Ísafjarðarbæjar árið 2012. |
||
Eftirfarandi dagsetningar eru lokanir leikskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2012: Laufás Þingeyri: 9. júlí - 13. ágúst2012. Grænigarður Flateyri: 13. júlí - 17. ágúst2012. Tjarnarbær Suðureyri: 12. júlí - 15. ágúst 2012. Eyrarskjól Ísafirði: 2. júlí - 3. ágúst 2012. Sólborg Ísafirði: 16. júlí - 17. ágúst 2012. Leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg eru lokaðir í 3 vikur á sama tíma.
Foreldrar geta flutt börn sín á milli leikskóla eins og undanfarin ár ef lokunin í þeirra skóla hentar ekki. Það er gert fyrir þá sem þurfa, þ.e. fyrir þá foreldra sem geta ekki tekið frí þegar leikskóli barns þeirra lokar. Það fer starfsmaður með þeim börnum sem vilja flutning, það hefur alltaf gengið mjög vel þessi flutningur, þó hafa mjög fáir foreldrar nýtt sér þetta á hverju ári, ca. 1-4 börn hafa flusst á milli skóla undanfarin ár. Fleiri sveitarfélög hafa ákveðið að loka í 5 vikur í sumar og má þar nefna t.d.: Árborg, Skagaströnd, Grindavík og Hafnarfjörð. Í öllum þessum sveitarfélögum taka börnin frí í 5 vikur. Með því að loka leikskólunum í 5 vikur er hægt að fara langt með að uppfylla það frí sem starfsfólk leikskólanna á. Á stærri leikskólunum hefur þurft nálægt einu stöðugildi til að dekka sumarfrí sem fólk er að taka allt árið. Með þessu móti er hægt að minnka stöðugildi afleysingar og hefur það nú þegar verið gert. Kostnaðarlækkun vegna þessa fyrirkomulags er um kr. 5.500.000.-. |
||
|
||
4. |
2012030051 - Staða skólastjóra. |
|
Lagt fram minnisblað dagsett 13. mars 2012 frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs vegna skólastjórastöðu á Flateyri. Skólastjóri grunnskólans hefur ákveðið að láta af störfum nú í vor og því þarf að auglýsa eftir skólastjóra til að stýra GÖ. Hugmyndir hafa verið uppi um að hugsanlega ætti að sameina leik- og grunnskóla á Flateyri. Tækifæri er því núna fyrir báða skólana að sameinast. Meira samstarf getur þá orðið og hægt verður að blanda hópum og kennurum meira saman á ýmsa vegu. Einn sterkur stjórnandi getur gert þetta að öflugum skóla. Lagt er því til að auglýst verði eftir einum skólastjóra til að stýra báðum þessum skólum. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði eftir einum skólastjóra til að stýra leik - og grunnskólanum á Flateyri, þessi tilhögun verði tekin til endurskoðunar innan þriggja ára. Benedikt Bjarnason lætur bóka hjásetu sína. |
||
|
||
5. |
2012010077 - Skýrslur Grunnskólans á Ísafirði 2012. |
|
Lögð fram skýrsla um innra mat í grunnskólanum á Ísafirði 2011-2012. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna og telur hana til fyrirmyndar. |
||
|
||
6. |
2011080046 - Eurydice upplýsingarit. |
|
Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 14. febrúar 2012, þar sem bent er á að nýlega hafi komið út á vegum Eurydice, upplýsingavefs um menntamál í Evrópu, ritið Science Education in Europe. National Policies, Practices and Research og fylgdi með eintak. Á vefnum eru umfangsmiklar upplýsingar um menntamál í Evrópu. Slóðin á vef Eurydice er: http://eacea.ec.europa.eu/education/eurydice/ |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2012030052 - Ályktun kirkjuþings 2011 um trúmál í skólum. |
|
Lagt fram bréf dagsett 10. febrúar 2012 frá kirkjuráði þjóðkirkjunnar, þar sem kirkjuþing 2011 hvetur til að sveigjanleika sé gætt í samskiptum skóla og trúar- og lífsskoðunarhópa í anda óbreyttrar trúfrelsishefðar á Íslandi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
8. |
2012030049 - Fréttabréf. |
|
Lögð fram fréttabréf Grunnskólans á Ísafirði fyrir september, október, nóvember 2011 og janúar 2012. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
9. |
2012010065 - Ábyrgð og aðgerðir - þverfræðileg rannsókn á einelti. |
|
Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dagsett 19. janúar 2012, þar sem kynntar eru niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi. Meðfylgjandi bréfinu er ritið sem kom út á vegum Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarrs í desember sl. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2012020018 - Almenningssamgöngur 2012-2016. |
|
Lögð fram drög að almenningssamgöngum 2012-2016. |
||
Sviðsstjóra falið að gera athugasemdir við tímatöflu og fjölda ferða í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
11. |
2012030043 - Starfsmarkmið skólaárið 2011-2012. |
|
Lögð fram starfsmarkmið 2011-2012 fyrir grunnskólana á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og á Þineyri |
||
Lagt fram til kynningar og starfsmönnum skóla- og tómstundasviðs falið að vinna að drögum að sniði fyrir starfsmarkmið. |
||
|
||
12. |
2012030050 - Fundargerð skólaráðs. |
|
Lögð fram fundargerð skólaráðs Grunnskóla Ísafjarðar, dagsett 17. janúar 2012, þar sem m.a. kemur fram að skólaráð vill koma á framfæri áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum á skólalóð við Kaupfélagið en gert er ráð fyrir að minnka skólalóðina og koma fyrir bílastæðum. |
||
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að skoða málið og taka m.a. tillit til bréfs sem foreldrafélag GÍ hefur sent Ísafjarðarbæ. |
||
|
||
13. |
2011100088 - Greinagerð um viðmið og mat á kennslumagni. |
|
Lagt fram bréf dagsett 10. febrúar 2012 frá Skarphéðni Ólafssyni, skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar, þar sem hann lýsir því yfir að hann og starfsfólk skólans sé uggandi yfir því að skólinn fái ekki nægilegt tímamagn til að geta tryggt kennslu samkvæmt námsskrá. |
||
Fræðslunefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að svara bréfinu. |
||
|
14. Önnur mál:
a) Ólöf Hildur Gísladóttir óskaði eftir upplýsingum um hver staðan væri í sérkennslumálum í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, þ.e. hvernig er staðið að sérkennslu, hver er þörfin og hvernig henni er sinnt.
b) Benedikt Bjarnason spurðist fyrir um niðurgreiðslu á skólamáltíðum næsta vetur. Sviðsstjóri upplýsti að málið væri í vinnslu og samkvæmt fjárhagsáætlun 2012 verði niðurgreiðslu á skólamáltíðum hætt. Málinu vísað til næsta fundar nefndarinnar.
c) Formaður afhenti hluta af skýrslu Haraldar Líndals er varðar fræðslumál og verður skýrslan tekin fyrir á næstunni í nefndinni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.15.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Auður Helga Ólafsdóttir.
Ólöf Hildur Gísladóttir.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Benedikt Bjarnason.
Sigurlína Jónasdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.