Fræðslunefnd - 316. fundur - 21. desember 2011
Fundargerð ritaði: Sigurlína Jónasdóttir.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra og Elsa María Thompson, fulltrúi leikskólastjóra.
Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir, fulltrúi foreldra. Einnig mætti Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri GÍ, á fundinn.
Dagskrá:
1. |
2011060042 - Skóladagatöl 2011-2012. |
|
Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, þar sem kemur fram að Leikskólarnir Eyrarskjól, Sólborg og Tjarnarbær hafa lokað í 4 vikur á sumrin, en Laufás og Grænigarður í 5 vikur. Flestir kennarar skólanna eiga mun fleiri sumarfrísdaga, heldur en lokunin dekkar og hefur oft verið álag í leikskólunum þegar dekka þarf frí sem tekið er umfram lokun. Afleysingarstaðan hefur varla nægt til að leysa af og því hefur orðið til álag á starfsfólkið. Með því að loka öllum skólunum í 5 vikur samfellt ná kennararnir að taka fleiri sumarfrísdaga og minnkar því álagið á skólann í framhaldi af því. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að öllum leikskólum Ísafjarðarbæjar verði lokað í 5 vikur næsta sumar og að Eyrarskjól og Sólborg loki ekki samtímis lengur en tvær vikur. |
||
|
||
2. |
2011120026 - Foreldrakönnun 2011. |
|
Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Ísafjarðarbæ. Í heildina eru foreldrar ánægðir með leikskólana. |
||
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar. |
||
|
||
3. |
2011120043 - Trúnaðarmál. |
|
Lagt fram trúnaðarmál. |
||
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar. |
||
|
||
4. |
2011120044 - Trúnaðarmál. |
|
Lagt fram trúnaðarmál |
||
Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.15.
Gísli Halldór Halldórsson
Helga Dóra Kristjánsdóttir
Auður Helga Ólafsdóttir
Ólöf Hildur Gísladóttir
Benedikt Bjarnason
Sigurlína Jónasdóttir
Margrét Halldórsdóttir