Fræðslunefnd - 316. fundur - 21. desember 2011

Fundargerð ritaði:  Sigurlína Jónasdóttir.

 

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra og Elsa María Thompson, fulltrúi leikskólastjóra.

 

Mættir áheyrnarfulltrúar fyrir grunnskólamál: Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir, fulltrúi foreldra.  Einnig mætti Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri GÍ, á fundinn.

 

Dagskrá:

 

1.

2011060042 - Skóladagatöl 2011-2012.

 

Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, þar sem kemur fram að Leikskólarnir Eyrarskjól, Sólborg og Tjarnarbær hafa lokað í 4 vikur á sumrin, en Laufás og Grænigarður í 5 vikur. Flestir kennarar skólanna eiga mun fleiri sumarfrísdaga, heldur en lokunin dekkar og hefur oft verið álag í leikskólunum þegar dekka þarf frí sem tekið er umfram lokun. Afleysingarstaðan hefur varla nægt til að leysa af og því hefur orðið til álag á starfsfólkið. Með því að loka öllum skólunum í 5 vikur samfellt ná kennararnir að taka fleiri sumarfrísdaga og minnkar því álagið á skólann í framhaldi af því.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að öllum leikskólum Ísafjarðarbæjar verði lokað í 5 vikur næsta sumar og að Eyrarskjól og Sólborg loki ekki samtímis lengur en tvær vikur.

 

   

2.

2011120026 - Foreldrakönnun 2011.

 

Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir foreldra leikskólabarna í Ísafjarðarbæ. Í heildina eru foreldrar ánægðir með leikskólana.

 

Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar.

 

   

3.

2011120043 - Trúnaðarmál.

 

Lagt fram trúnaðarmál.

 

Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

 

   

4.

2011120044 - Trúnaðarmál.

 

Lagt fram trúnaðarmál

 

Eitt trúnaðarmál tekið fyrir sem fært var til bókar og geymt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17.15.

 

 

Gísli Halldór Halldórsson

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Auður Helga Ólafsdóttir

Ólöf Hildur Gísladóttir

Benedikt Bjarnason

Sigurlína Jónasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?