Fræðslunefnd - 312. fundur - 21. september 2011
Leikskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Elsa María Thompson, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og engin í hennar stað.
1. Leikskólar, gjaldskrár og reglur. Skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 2011-08-0052.
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem gjaldskrár leikskóla nokkurra sveitarfélaga eru bornar saman.
2. Fjárhagsáætlun leikskólanna 2012. 2011-02-0017
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun leikskóla Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012.
Leik- og grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, Elfar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Ólöf B. Oddsdóttir fulltrúi kennara mætti ekki og engin í hennar stað.
3. Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017
Lögð fram lokadrög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að stefnan verði samþykkt.
Grunnskólamál.
4. Starfsáætlun GÖ skólaárið 2011-2012. 2011-07-0015.
Lögð fram til kynningar starfsáætlun frá Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir skólaárið 2011-2012.
5. Fjárhagsáætlun 2012.
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun grunnskóla Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2012.
6. Skólapúlsinn, kynning. 2010-12-0017
Lagt fram til kynningar bréf frá Kristjáni Katli Stefánssyni og Almari Miðvík Halldórssyni vegna Skólapúlsins, þar sem starfsemi hans er kynnt og boðið upp á kynningu ef áhugi er fyrir því.
7. Beiðni um skólasókn utan lögheimilissveitarfélags. 2011-09-0078
Lagt fram bréf dagsett 15. september 2011 frá Sigríði Rósu Laufeyjardóttur, þar sem hún óskar eftir að sonur hennar fái að stunda nám í Grunnskólanum á Ísafirði tímabundið meðan hún er í starfsþjálfun hér á svæðinu. Lögheimilissveitarfélagið, sem er Reykjanesbær, neitar að greiða með barninu.
Fræðslunefnd samþykkir erindið og felur skóla- og tómstundasviði að tilkynna Reykjanesbæ um ákvörðunina.
8. Önnur mál.
a) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Dan Ólafssonar, skólastjóra, frá 311. fundi fræðslunefndar, þar sem spurst var fyrir um úrbætur varðandi öryggi skólabarna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Samkvæmt svari frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs hefur ekki verið fjármagn til að sinna þessu betur.
b) Rætt var um ástand skólalóðarinnar á Suðureyri og óskar fræðslunefnd eftir því við umhverfis- og eignarsvið að fundin verði viðunandi lausn varðandi afmörkun skólalóðar við Grunnskólann á Suðureyri. Strax þarf að koma á lausn til bráðabirgða meðan beðið er eftir varanlegri lausn.
c) Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs svaraði fyrirspurn Gunnlaugs Dan Ólafssonar, skólastjóra, frá 311. fundi fræðslunefndar, þar sem spurst var fyrir um móttökuáætlun fyrir nýbúa. Móttökuáætlun er ekki til fyrir Ísafjarðarbæ, en mjög greinargóðar upplýsingar er að finna á vef Fjölmenningarseturs. Móttökuáætlanir eiga að vera til í hverjum grunnskóla og er bent á móttökuáætlun grunnskólans á Ísafirði til viðmiðunar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 18:30.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Ólöf Hildur Gísladóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Auður Helga Ólafsdóttir.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir.