Fræðslunefnd - 311. fundur - 7. september 2011

Grunnskólamál.

Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra boðaði forföll og mætti Gunnlaugur Dan Ólafsson í hans stað. Elfar Reynisson og Ólöf B. Oddsdóttir mættu sem fulltrúar kennara og Martha Lilja Marthensdóttir Olsen mætti sem fulltrúi foreldra.  

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði mætti á fundinn undir 1. og 2. lið dagskrár.

 

 

1.    Sjálfsmatsskýrsla GÍ.  2011-07-0015

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans á Ísafirði 2011-2012 .

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða skýrslu.

 

2.    Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017

Lögð fram drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar ásamt þeim athugasemdum sem komið hafa.

Fræðslunefnd leggur til að stefnan verði send nefndarmönnum og skólastjórnendum, bæði í leik- og grunnskólum,  til yfirlestrar með nýjum athugasemdum og að stefnan verði tekin til lokaumræðna á næsta fundi fræðslunefndar.

 

3.     Óskir um framkvæmdir/viðhald á húsnæði og búnaði GÍ, GÞ og GÖ.  2011-03-0044

Lagðar fram óskir um framkvæmdir/viðhald á húsnæði og búnaði Grunnskólans á Ísafiðri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Þingeyri.

Fræðslunefnd felur skóla- og tómstundasviði að vinna úr óskunum og láta kostnaðarmeta þær.

 

4.  Önnur mál.

 

a)      Nefndarmönnum var kynnt, að verið er að taka upp fundargátt til að senda út fundarboð og fundargögn og verða fundir sendir út úr henni í framtíðinni

b)      Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri, spurðist fyrir hver staðan væri á þeim úrbótum sem óskað var eftir með bréfi til fræðslunefndar, sem tekið var fyrir í nefndinni 14. september 2010.

Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum frá umhverfis- og eignarsviði um stöðu málsins, en þangað var því vísað á sínum tíma.

c)      Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri, spurðist fyrir um hvort að móttökuáætlun væri til í sveitarfélaginu og óskaði eftir að það væri kannað.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:45.

 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Steinþór Bragason.                                                                 

Benedikt Bjarnason.                                      

Margrét Halldórsdóttir.                                                          

Sigurlína Jónasdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?