Fræðslunefnd - 310. fundur - 23. ágúst 2011

Tónlistarskólamál.

 

1.      Skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar. 2011-07-0005.

Lögð fram skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar árið 2010-2011.

Lagt fram til kynningar

 

2. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar. 2011-07-0005

Lögð fram fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar, dagsett 9. júní 2011.

Lagt fram til kynningar

 

Grunnskólamál

 

3. Trúnaðarmál. 2011-08-0036

Lagt fram eitt trúnaðarmál sem fært var til bókar og er varðveitt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.

 

Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson, skólastjóri, Elfar Reynirsson, fulltrúi kennara Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, fulltrúi foreldra. Ólöf Oddsdóttir mætti ekki og engin í hennar stað.

 

4. Breytingar á starfsmannamálum. 2011-08-0037

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs er varðar breytingar á starfsmannamálum grunnskóla sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

 

5. Námsgagnasjóður. 2010-06-0087

Lagt fram bréf frá Námsgagnasjóði, dagsett 5. júlí 2011, þar sem fram kemur að úthlutun úr sjóðnum hefur farið fram og hefur greiðsla fyrir hvern skóla verið innt af hendi, sem tekur mið af fjölda skráðra nemenda í hverjum grunnskóla. Vegna niðurskurðar í ríkisútgjöldum hefur Mennta- og menningarmálaráðuneytið ákveðið að grípa til þeirra ráðstafna, eins og gert hefur verið sl. tvö ár, að skerða framlag til námsgagnasjóðsins fyrir árið 2011. Einnig er lagt fram svarbréf dagsett 10. ágúst frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs, þar sem kemur fram að eftir þennan síðasta niðurskurð á Námsgagnasjóði er svo komið að í minni skólum dugar styrkurinn til dæmis einungis fyrir broti af áskriftargjaldi Skólavefsins að ekki sé talað um annarskonar námsefni eða aðra námsvefi.

Fræðslunefnd gerir alvarlega athugasemd við skert framlög til Námsgagnasjóðs og framkvæmd ríkisvaldsins á 31. gr. laga um grunnskóla.

 

6. Tillaga að húsaleigu vegna námskeiðshalds. 2011-07-0003

Lagt fram minnisblað og tillaga að gjaldskrá frá Aðalsteini Óskarssyni framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Smára Haraldssyni forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, þar sem óskað er eftir því að Fræðslumiðstöðin, Fjórðungssambandið og Ísafjarðarbær komi sér saman um viðmið fyrir verðlagningu á húsnæði og aðstöðu. Ástæður þess eru að Fræðslumiðstöðin nýtir gjarnan húsnæði sveitarfélaga á Vestfjörðum til námskeiðahalds, einkum grunnskóla. Þá nýta sveitarfélögin sér í auknum mæli aðstöðu hjá Fræðslumiðstöðinni þar sem hún hefur starfsstöðvar. Tillagan frá Fræðslumiðstöð og Fjórðungssambandinu hljóðar upp á 2.500 kr. á klukkustund.

Fræðslunefnd telur rétt að málið verði tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar. Nefndin vekur athygli á að ekki er nauðsynlegt að hugsanlegir afslættir frá gjaldskrá verði teknir af tekjustofni skólanna. Gæta þarf að því að ekki verði um undirboð að ræða að hálfu bæjarins.

 

7. Skólaakstur. 2011-06-0048

Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs þar sem fram koma upplýsingar um skólaakstur næstu ára.

Lagt fram til kynningar.

 

8. Sjálfsmatsskýrsla GS. 2010-12-0015

Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla frá Grunnskóla Suðureyrar, viðfangsefnið var námsmat í skólanum.

Fræðslunefnd þakkar fyrir eftirfylgni við skýrsluna.

 

9. Ársskýrsla GÍ. 2011-07-0015

Lögð fram til kynningar ársskýrsla frá Grunnskólans á Ísafirði fyrir skólaárið 2010-2011.

Fræðslunefnd þakkar fyrir vandaða skýrslu.

 

10. Skólapúlsinn. 2011-07-0015

Lagðar fram niðurstöður GÍ og GS úr skólapúlsinum.

Lagt fram til kynningar.

 

11. Skýrsla um skólahald GS. 2011-07-0015

Lögð fram skýrsla um skólahald 2010-2011 frá Grunnskóla Suðureyrar.

Lagt fram til kynningar.

 

12. Vímuefnaneysla ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2011. 2011-07-0009.

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu um niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar er varðar vímuefnaneyslu ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2011. Ítarleg kynning verður á skýrslunni 29.ágúst n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

13. Hagir og líðan barna í Ísafjarðarbæ. 2011-07-0008

Lögð fram skýrsla frá Rannsókn og greiningu með niðurstöðum rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk í Ísafjarðarbæ árið 2011 er varðar hagi þeirra og líðan. Ítarleg kynning á skýrslunni verður 29. ágúst n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

Leik- og grunnskólamál

Mættir áheyrnarfulltrúar: Elsa María Thompson leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra

 

14. Fundartími fræðslunefndar.

Rætt um fundartíma fræðslunefndar í vetur.

Ákveðið var að fundartími fræðslunefndar verði 1. og 3. miðvikudag hvers mánaðar kl. 16.

 

15. Drög að vinnu við fjárhagsáætlunargerð. 2011-08-0013

Drög að vinnu við fjárhagsáætlun 2012 kynnt.

 

Leikskólamál

 

16. Beiðni um óbreytt stöðugildi á Tjarnarbæ. 2011-08-0022

Lagt fram bréf frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra á Tjarnarbæ, dagsett 18. ágúst 2011, þar sem hún vísar í að í október 2010 var samþykkt fjölgun starfa við leikskólann um 0,375 stöðugildi og átti að endurskoða þörfina fyrir aukningunni aftur fyrir 1. september 2011, þar sem að fjöldi barna er svipaður nú og var síðasta skólaár biður hún um að fá að halda óbreyttum stöðugildum við leikskólann

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.

 

17.  Önnur mál

 

a)      Tímabundin vistun barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar sem ekki hafa lögheimili í sveitarfélaginu.

Undanfarið hafa borist fyrirspurnir frá foreldrum sem ekki hafa lögheimili í sveitarfélaginu en dvelja tímabundið í sveitarfélaginu, t.d. yfir sumartímann, um að fá leikskólapláss. Fræðslunefnd felur starfsmönnum að vinna málið í samræmi við það sem kom fram á fundinum.

 

Fleira ekki gert fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 18:28.

 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Jónas Þór Birgisson.                                                   

Magnús Reynir Guðmundsson.

Auður Helga Ólafsdóttir

Margrét Halldórsdóttir.                                              

Sigurlína Jónasdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?