Fræðslunefnd - 309. fundur - 16. júní 2011
Mætt voru: Gísli Halldór Halldórsson formaður og Helga Dóra Kristjánsdóttir. Jónas Birgisson boðaði forföll og mætti Guðjón Þorsteinsson í hans stað. Jóna Benediktsdóttir boðaði forföll og mætti Magnús Reynir Guðmundsson í hennar stað. Auður Helga Ólafsdóttir boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hennar stað. Jafnframt mætti Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Fundarritari: Margrét Halldórsdóttir.
Leikskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, boðaði forföll og mætti enginn í hennar stað.
Í upphafi var gerð grein fyrir að Gísli Halldór Halldórsson hefur nú tekið við formennsku í fræðslunefnd.
1. Beiðni um aukningu stöðugilda á leikskólanum Sólborg. 2011-06-0043.
Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra, dagsett 12. maí s.l., þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildi við leikskólann, sem nemur 25% starfshlutfalli.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að beiðnin verði samþykkt.
2. Skóladagatöl 2011-2012. 2011-06-0042.
Lögð fram til kynningar skóladagatöl allra leikskóla sveitarfélagsins fyrir komandi starfsár.
Fræðslunefnd samþykkir framlögð skóladagatöl.
Leik- og grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Elvar Reynisson, fulltrúi kennara og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra. Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, boðaði forföll og mætti Gunnlaugur Dan Ólafsson í hans stað.
3. Skólastefna Ísafjarðarbæjar. 2011-02-0017.
Lögð fram drög að skólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Stefnan er komin vel á veg en fræðslunefnd vill kalla eftir meiri umfjöllun frá skólum sveitarfélagsins og frestar afgreiðslur stefnunnar þar til á næsta fundi.
Grunnskólamál.
4. Sjálfsmatsskýrsla GS. 2010-12-0015.
Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla frá Grunnskóla Suðureyrar, viðfangsefnið var námsmat í skólanum.
Fræðslunefnd þakkar skýrsluna en en óskar jafnframt eftir, að fulltrúar skóla fylgi sjálfsmatsskýrslum sínum eftir til fræðslunefndar í framtíðinni.
5. Skóladagatöl 2011-2012. 2011-06-0041.
Lögð fram til kynningar skóladagatöl allrar grunnskóla sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd samþykkir framlögð skóladagatöl.
6. Árskýrsla Grunnskóla Önundarfjarðar. 2011-06-0044.
Lögð fram til kynningar skýrsla um skólahald Grunnskóla Önundarfjarðar 2010-2011.
Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrsluna.
7. Ráðning leikskólastjóra á Eyrarskjól. 2011-06-0016.
Lögð fram umsókn Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, sem var eina umsóknin er barst um stöðuna leikskólastjóra við leikskólann Eyrarskjól. Nanný Arna hefur verið leikskólastjóri á Eyrarskjóli s.l. ár.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Nanný Arna Guðmundsdóttir, verði ráðin leikskólastjóri á Eyrarskjóli.
8. Trúnaðarmál
Lögð fram tvö trúnaðarmál sem færð voru til bókar og eru varðveitt í trúnaðarmálamöppu fræðslunefndar.
9. Önnur mál
a) Tilnefningar til foreldraverðlauna ,,Heimilis og skóla“. Margrét Halldórsdóttir, gerði grein fyrir tilnefningum sem komu í sveitarfélagið en samstarf foreldra við Grunnskólann á Ísafirði fékk tvær tilnefningar og Vá-Vest hópurinn eina.
b) Ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði.
Jónu Benediktsdóttur, kennara í Súðavíkurskóla og fyrrverandi aðstoðarskólastjóra við GÍ, var boðin laus staða aðstoðarskólastjóra við GÍ, líkt og hún átti rétt til. Hún hefur þegið stöðuna.
Fleira ekki gert fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 18:20.
Gísli Halldór Halldórsson, formaður.
Guðjón Þorsteinsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.