Fræðslunefnd - 306. fundur - 8. febrúar 2011
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jónas Birgisson boðaði forföll og mætti Steinþór Bragason í hans stað. Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra boðaði forföll.
1. Beiðni um aukið stöðugildi á leikskólanum Grænagarði. 2011-02-0004
Lagt fram bréf frá Sigurlínu Jónasdóttir, leikskólafulltrúa, dagsett 11. janúar 2011. Í bréfinu er
óskað eftir því að fá að auka stöðugildi við leikskólann Grænagarð á Flateyri, um hálft stöðugildi.
Í ljósi þess að börnum hefur fjölgað frá síðasta vetri leggur fræðslunefnd til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að leyfi fáist til þess að fjölga stöðugildum um 0,5, eins og leyfi var fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2010, en fellt var úr gildi í fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
2. Reglur um leikskólagjöld vegna fjarveru barna.
Rætt um reglur sem varða fjarveru barna frá leikskóla vegna veikinda eða annarrar fjarveru. Jafnframt var rætt um hvort ástæða sé til þess að fella niður matargjald á sömu forsendum. Fræðslunefnd felur leikskóla- og sérkennslufulltrúa að útbúa drög að reglum sem varða ofangreint í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.
3. Ályktun frá stjórn FL, FSL og sameiginlegri skólamálanefnd beggja félaga. 2010-12-0054
Lögð fram ályktun frá Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum og sameiginlegri skólamálanefnd beggja félaga, sem samþykkt var þann 9. desember 2010. Þar kemur m.a. fram að standa þurfi vörð um störf leikskólafulltrúa.
Lagt fram til kynningar.
Leik- og grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Elvar Reynisson og Ólöf Oddsdóttir, fulltrúar kennara, Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra.
4. Brúum bilið. 2011-01-0018
Lögð fram til kynningar skýrslan Brúum bilið ? samstarfsverkefni milli heilsuleikskólans Laufáss og Grunnskólans á Þingeyri. Í skýrslunni kemur fram hvernig samstarfi milli skólanna er háttað.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með skýrsluna og þakkar fyrir vel unna skýrslu.
5. Íbúaþing. 2011-02-0017
Lagðar fram niðurstöður hópanna sex á íbúaþingi sem haldið var þann 20. janúar sl. Um er að ræða svót greiningu, gildi, markmið og leiðir í stefnumótunarvinnu fræðslunefndar í skólamálum. Þáttaka á þinginu var viðunandi en athygli vakti að mjög fáir karlmenn tóku þátt.
Fræðslunefnd felur fulltrúum leik- og grunnskóla að halda áfram vinnunni við að taka saman upplýsingar og flokka þær. Fræðslunefnd mun koma að vinnunni þegar starfsmenn hafa tekið saman ofangreindar upplýsingar og halda vinnufundi þar sem áhersla verður lögð á stefnumótunarvinnuna.
6. Barnaþing. 2011-02-0018
Lagðar fram niðurstöður hópanna þriggja á barnaþingi, sem haldið var þann 21. janúar sl. Um er að ræða svót greininu, gildi, markmið og leiðir í stefnumótunarvinnu fræðslunefndar í skólamálum. Á þingið mættu nemendur úr 2. ? 10. bekk grunnskóla.
Fræðslunefnd felur fulltrúum leik- og grunnskóla að halda áfram vinnunni við að taka saman upplýsingar og flokka þær. Fræðslunefnd mun koma að vinnunni þegar starfsmenn hafa tekið saman ofangreindar upplýsingar og halda vinnufundi þar sem áhersla verður lögð á stefnumótunarvinnuna.
Fræðslunefnd vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem tóku þátt í íbúaþingi og barnaþingi og hafa þannig áhrif á stefnumótunarvinnu fræðslunefndar í skólamálum, íbúum sveitarfélagsins til framdráttar.
Grunnskólamál.
7. Ósk Þjóðbúningafélags Vestfjarða um afnot af skólahúsnæði GÞ.
2010-09-0027
Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa um ósk Þjóðbúningafélags Vestfjarða um að fá afnot af skólahúsnæði Grunnskólans á Þingeyri dagana 3. ? 9. júlí n.k. Á þeim tíma verða starfræktar á Þingeyri handverksbúðir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið og samtök norrænna heimilisiðnaðarfélaga, Nordens Husflidsforbund. Gert er ráð fyrir um 130 ? 150 þátttakendum frá norðurlöndunum.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að styrkur bæjarfélagsins til verkefnisins felist í láni á grunnskólanum á Þingeyri til kennslu, þó þannig að skólinn beri ekki kostnað af verkefninu.
8. Úr skólaskýrslu Samb. ísl. sveitarf. 2010-12-0024
Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa úr skólaskýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í samantektinni er sérstaklega bent á hvert hlutfall tekna Ísafjarðarbæjar fer í rekstur skólanna og jafnframt hver kostnaðurinn er á hvern nemanda í Ísafjarðarbæ. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki skólanna fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins.
Fræðslunefnd lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum vegna niðurskurðar undanfarinna ára sem hlotist hefur af erfiðu efnahagsástandi og hefur þegar komið fram í vöntun á ýmsum búnaði og gögnum í skólunum. Fræðslunefnd felur því grunnskólafulltrúa að taka saman upplýsingar frá skólunum um hver staðan sé og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
9. Ungt fólk utan skóla. 2011-01-0039
Lögð fram til kynningar skýrsla Rannsóknar og greiningar, Ungt fólk utan skóla 2009.
10. Yfirlit æskulýðsrannsóknanna ,,Ungt fólk 2011-2016?. 2011-01-0055
Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu, dagsett 20. janúar 2011, en þar kemur fram að menntamálaráðuneytið hefur gert samning við Rannsóknir og greiningu, um að haldið verði áfram með æskulýðsrannsóknina Ungt fólk. Jafnframt fylgir með yfirlit rannsóknanna.
11. Önnur mál.
A. Formaður benti á að í vændum sé námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir nefndarmenn í fræðslunefndum sveitarfélaganna á Íslandi.
B. Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra, óskaði eftir að fundargögn bærust fyrr til nefndarmanna. Fram kom í upplýsingum til hennar, að einungis í tveimur tilfellum hafi gögn borist sólarhring fyrir áætlaðan fund nefndarinnar. Annars er reynt af fremsta megni að senda gögn út á föstudegi fyrir fund sem halda á næsta þriðjudag á eftir.
C. Grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir fundi, sem haldinn var með grunnskólafulltrúum og forstöðumönnum skólaskrifstofa í Reykjavík s.l. föstudag. Þar var m.a. fjallað um kostnaðarþátttöku vegna tónlistarskóla, sérfræðiþjónustu grunnskóla, nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs varðandi skólaakstur og almennt framlag til grunnskóla. Væntanlegar lagabreytingar á grunnskólalögum og ákvæði í væntanlegum barnaverndarlögum um fjárhagslega ábyrgð viðtökusveitarfélags fósturbarna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00
Margrét Halldórsdóttir, formaður.
Steinþór Bragason.
Auður Ólafsdóttir.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.