Fræðslunefnd - 304. fundur - 7. desember 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jóna Benediktsdóttir boðaði forföll og mætti Valdís Bára Kristjánsdóttir í hennar stað.
Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritarar: Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Leikskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra
1. Ósk um aukningu á stöðugildi á Sólborg. 2010-12-0004
Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóra á Sólborg, dagsett 26. nóvember 2010. Í bréfinu er óskað eftir því að fá að ráða inn starfsmann til afleysinga í 25% starfshlutfall.
Fræðslunefnd frestar erindinu til næsta fundar og felur leikskólafulltrúa að vinna að málinu áfram.
2. Ósk um lokun leikskólanna á aðfangadag og gamlársdag. 2010-12-0011
Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóra, dagsett 3. desember 2010, þar sem óskað er eftir því, að hafa leikskóla Ísafjarðarbæjar lokaða á aðfangadag og gamlársdag. Í bréfinu kemur fram að reynsla undanfarinna ára sýni að ekki er þörf á að hafa skólana opna þessa daga.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu leikskólastjóranna og leggur til að það verði lokað þessa daga.
3. Fjárhagsáætlun leikskólanna.
Lagðar fram til kynningar fjárhagsáætlanir leikskólanna.
Leik- og grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Elvar Reynisson og Ólöf Oddsdóttir, fulltrúar kennara, Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra og Martha Lilja Olsen, fulltrúi foreldra.
4. Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda.
Lögð fram til kynningar drög um yfirlit og skyldur á ábyrgð skólanefnda samkvæmt lögum um grunnskóla, unnin af Björk Ólafsdóttur, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
5. Fjárhagsáætlun Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Grunnskólamál.
6. Fjárhagsáætlun grunnskólanna.
Lagðar fram til kynningar fjárhagsáætlanir grunnskólanna.
7. Innra mat grunnskóla. 2010-12-0015
Lögð fram fyrri haustskýrsla Grunnskólans á Ísafirði, en í henni er fjallað um Starfsáætlun skólans.
Einnig lögð fram til kynningar vefslóð að handbók frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, um innra mat í grunnskólum.
8. Bréf frá HSV. 2010-12-0012
Lagt fram bréf frá HSV, dagsett 9. nóvember 2010, þar sem fjallað er um kynningu íþróttafélaga á starfsemi sinni í Grunnskóla Ísafjarðar.
Fræðslunefnd vísar í þær reglur skólanna að íþróttafélögum er frjálst að koma inn í skólann í íþróttatímum í samstarfi við skólann og kynna starfsemi sína.
9. Niðurstaða Pisa.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður Pisa frá árunum 2000, 2003 og 2006.
10. Viðmiðunarreglur um nám í grunnskóla utan lögheimilis.
Lagðar fram viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga, um nám í grunnskóla utan lögheimilis. Um er að ræða ný yfirfarnar reglur samþykktar af stjórn sambandsins í október lok sl. Lagt fram til kynningar.
11. Símenntunaráætlanir grunnskóla. 2010-12-0016
Lagðar fram símenntunaráætlanir Grunnskólans á Ísafirði og sameiginleg áætlun Grunnskólans á Þingeyri, Grunnskólans á Suðureyri og Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir vel unnar áætlanir.
12. Niðurstöður samræmdra prófa 2010. 2010-12-0013
Lögð fram til kynningar samantekt grunnskólafulltrúa um niðurstöður samræmdra prófa frá hausti 2010.
Fræðslunefnd óskar eftir að grunnskólafulltrúi taki saman niðurstöður samræmdra prófa undanfarinna ára og komi með á næsta fund.
13. Heimild til tilfærslu kennslustundamagns. 2010-12-0014
Lagður fram tölvupóstur frá Svandísi Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 26. nóvember 2010, þar sem fram kemur heimild skóla til að færa til kennslustundamagn samkvæmt 3. mgr. 28. greinar laga um grunnskóla nr. 91/2008. Jafnframt lagðir fram útreikningar grunnskólafulltrúa á kostnaðarbreytingum, sem tilfærsla kennslustundamagns hefur áhrif á.
Lagt fram til kynningar og grunskólafulltrúa jafnframt falið að skoða frekari útfærslur.
14. Starfsáætlun GS. 2010-10-0018
Starfsáætlun Grunnskólans á Suðureyri lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar fyrir vel unna áætlun.
15. Skólapúlsinn. 2010-12-0017
Lagðar fram niðurstöður GÍ og GS úr skólapúlsinum. Niðurstöður hafa ekki borist til GÖ og GÞ. En þær verða kynntar um leið og þær berast.
Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd hvetur skólana til að nýta sér niðurstöðurnar í áframhaldandi starfi.
16. Bréf frá Grunnskólanum á Þingeyri. 2010-11-0017
Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Dan Ólafssyni, skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri, dagsett 1. nóvember 2010. Í bréfinu fjallar hann um samskipti nemenda og kennara við skólann og vangaveltur um niðurstöður Rannsóknar og greiningar, um samskipti þessara hópa í Ísafjarðarbæ.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóð svör.
17. Dagsetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2011. 2010-11-0021
Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 2. nóvember 2010, þar sem dagsetningar samræmdra könnunarprófa haustið 2011 eru kynntar. Prófin eru frá 19. til 24. september.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 18.27.
Margrét Halldórsdóttir, formaður.
Jónas Birgisson.
Auður Ólafsdóttir.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Valdís Bára Kristjánsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.