Fræðslunefnd - 301. fundur - 26. október 2010


Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.



Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



 



 



Leikskólamál.



Mættir áheyrnarfulltrúar:  Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.  Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, boðaði forföll og mætti enginn í hennar stað.



 



1.      Staðan í leikskólamálum.



Farið yfir stöðuna í leikskólamálum í Ísafjarðarbæ.  Fræðslunefnd mun fjalla um málið á ný á næsta fundi nefndarinnar. 



 



Grunnskólamál.



Mættur áheyrnarfulltrúi: Elvar Reynisson, fulltrúi kennara.  Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, mætti ekki og enginn í hans stað.  Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað.  Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara, mætti ekki og enginn í hennar stað.



 



2.      Skólastefna - vinnufundur.



Unnið að endurskoðun leik- og grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin vann að gerð SVÓT greiningar fyrir grunnskólana. Fræðslunefnd óskar eftir því við grunnskólana í sveitarfélaginu að hún fái upplýsingar um þær kannanir, sem gerðar hafa verið í skólunum undanfarin tvö ár, t.d. á foreldradögum.



 



3.      Önnur mál



A.    Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvenær gögn vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir skólasvið verði væntanleg. 



Gögn vegna launaáætlunar eru tilbúin til vinnslu, en gögn vegna áætlunar fyrir stofnanir sveitarfélagsins eru væntanleg í næstu viku eða þar næstu.



 B.     Jóna Benediktsdóttir óskar eftir því að fjallað verði um nýtt skipurit fyrir Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á næsta fundi fræðslunefndar.  Jafnframt óskar hún eftir því að fjallað verði um  þann hluta greinargerðar starfshóps, um yfirfærslu á málefnum fatlaðra, sem lýtur að skólastarfi. 



Fræðslunefnd óskar eftir mati deildarstjóra í sérkennslu við GÍ á framkomnum hugmyndum um stöðu þroskaþjálfa við skólann.



 



 



 



 



 



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:11.



 



Margrét Halldórsdóttir, formaður.



Jónas Birgisson.                                                                         



Jóna Benediktsdóttir.



Helga Dóra Kristjánsdóttir.                                                        



Auður Ólafsdóttir.



Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.                                                 



Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi                                                             



Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla og fjölskylduskrifstofu.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?