Fræðslunefnd - 301. fundur - 26. október 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri. Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra, boðaði forföll og mætti enginn í hennar stað.
Farið yfir stöðuna í leikskólamálum í Ísafjarðarbæ. Fræðslunefnd mun fjalla um málið á ný á næsta fundi nefndarinnar.
Grunnskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Elvar Reynisson, fulltrúi kennara. Magnús S. Jónsson, fulltrúi skólastjóra, mætti ekki og enginn í hans stað. Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra, mætti ekki og enginn í hennar stað. Ólöf Oddsdóttir, fulltrúi kennara, mætti ekki og enginn í hennar stað.
Unnið að endurskoðun leik- og grunnskólastefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin vann að gerð SVÓT greiningar fyrir grunnskólana. Fræðslunefnd óskar eftir því við grunnskólana í sveitarfélaginu að hún fái upplýsingar um þær kannanir, sem gerðar hafa verið í skólunum undanfarin tvö ár, t.d. á foreldradögum.
A. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvenær gögn vegna fjárhagsáætlunarvinnu fyrir skólasvið verði væntanleg.
Gögn vegna launaáætlunar eru tilbúin til vinnslu, en gögn vegna áætlunar fyrir stofnanir sveitarfélagsins eru væntanleg í næstu viku eða þar næstu.
B. Jóna Benediktsdóttir óskar eftir því að fjallað verði um nýtt skipurit fyrir Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á næsta fundi fræðslunefndar. Jafnframt óskar hún eftir því að fjallað verði um þann hluta greinargerðar starfshóps, um yfirfærslu á málefnum fatlaðra, sem lýtur að skólastarfi.
Fræðslunefnd óskar eftir mati deildarstjóra í sérkennslu við GÍ á framkomnum hugmyndum um stöðu þroskaþjálfa við skólann.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:11.
Margrét Halldórsdóttir, formaður.
Jónas Birgisson.
Jóna Benediktsdóttir.
Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Auður Ólafsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi
Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla og fjölskylduskrifstofu.