Fræðslunefnd - 300. fundur - 12. október 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Auður Ólafsdóttir. Jafnframt mættu Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson fulltrúi skólastjóra og Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra. Ólöf Oddsdóttir fulltrúi kennara mætti ekki.
1. Beiðni um aukaframlag vegna nemanda í skóla utan lögheimilissveitarfélags. 2010-08-0027
Lagt fram bréf þar sem óskað eftir því að greitt verði sérstaklega fyrir 2 tíma á viku í íslenskukennslu fyrir nemanda sem stundar nám við skólann en er með lögheimili í Ísafjarðarbæ. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar fellst ekki á að greiða fyrir sérstaka íslenskukennslu fyrir viðkomandi nemanda sem búið hefur á landinu í fimm ár. Erindinu er því hafnað en boðist til að sækja um jöfnunarframlag sem gangi til viðtökuskóla ef það fæst.
2. Starfsáætlanir skóla. 2010-10-0018
Lagðar fram starfsáætlanir þriggja grunnskóla. GÍ, GÖ og GÞ. Fræðslunefnd þakkar framlagðar starfsáætlanir en óskar eftir því við skólastjóra viðkomandi skóla að þeir geri símenntunaráætlanir fyrir stofnanirnar. Fræðslunefnd óskar eftir því að símenntunaráætlanir liggi fyrir fljótlega og áður en vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 lýkur.
Leik- og grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Helga Björk Jóhannsdóttir leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir fulltrúi foreldra.
3. Framvinduskýrsla verkefnisstjóra í skólamálum
Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla verkefnisstjóra í skólamálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerð er grein fyrir stöðu verkefna og næstu skrefum en verkefnin eru m.a. kortlagning samfélagslegra kannana, skólarannsóknadagatal og kynning á matstækjum fyrir innra mat skóla.
4. Umsögn fræðslunefndar vegna útikennslustofu. 2010-09-0075
Lagt fram bréf frá Pétri Guðmundssyni, f.h. útikennslustofuteymis, þar sem Grunnskólinn á Ísafirði og leikskólarnir Sólborg og Eyrarskjól fara þess á leit við bæjaryfirvöld að leyfi verði veitt til gerðar útikennslustofu í Jónsgarði. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar tekur vel í erindið. Í ljósi lítils kostnaðar mælir nefndin með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að erindið verði samþykkt.
Formaður lagði fram áætlun vinnufunda fræðslunefndar við gerð skólastefnunnar.
Leikskólamál
5. Beiðni um fjölgun stöðugilda á leikskólanum Tjarnarbæ.
Lagt fram bréf, dags. 7. október 2010, undirritað af Katrínu Lilju Ævarsdóttur leikskólastjóra á Tjarnarbæ á Suðureyri. Þar er óskað eftir aukningu á stöðugildum sem nemur 37,5% til 1. september 2011. Aukningin er til komin vegna aukins fjölda barna. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að beiðnin verði samþykkt.
6. Önnur mál.
A. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um aðgerðir í skólum sveitarfélagsins vegna niðurstaðna á mati nemenda á samskiptum þeirra við kennara m.v.t. niðurstaðna í skýrslu Rannsóknar og greiningar þar sem nemendur mátu samskiptin við kennarana almennt verri hér en unglingar annars staðar á landinu.
Fræðslunefnd óskar eftir því við skólastjórana að þeir meti niðurstöðurnar í ljósi aðstæðna í sínum skóla og jafnframt að þeir meti hver séu næstu skref í málinu að þeirra mati.
B. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hver kostnaður vegna Menntasmiðjunnar var og jafnframt hvernig styrk sem fékkst vegna verkefnisins var varið. Fræðslunefnd óskar eftir svörum vegna ofangreinds á næsta fundi nefndarinnar.
C. Margrét Halldórsdóttir ræddi um tvöfalda íþróttatíma fyrir börn frá fimmta til tíunda bekk. Kvartað hefur verið undan samþjöppun tímanna. Fræðslunefnd hvetur til þess að íþróttatímum verði dreift sem jafnast yfir vikuna og almennir íþróttatímar verði ekki tvöfaldir.
D. Margrét Halldórsdóttir spurðist fyrir um hvort einhver skólanna í sveitarfélaginu ætli sér að taka þátt í verkefninu ,,heilsueflandi grunnskóli?. Fræðslunefnd hvetur til þess að grunnskólarnir skoði með opnum huga þátttöku í verkefninu.
E. Fræðslunefnd hvetur skólastjórnendur grunnskólanna til að sækja um þátttöku í stofnanaúttekt á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis á vorönn 2011. Grunnskólafulltrúa falið að fylgjast með málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:10
Margrét Halldórsdóttir, formaður
Jónas Birgisson
Jóna Benediktsdóttir
Helga Dóra Kristjánsdóttir
Auður Ólafsdóttir
Kristín Ósk Jónasdóttir
grunnskólafulltrúi
Sigurlína Jónasdóttir
leikskólafulltrúi
Margrét Geirsdóttir
forstöðum. skóla og fjölskylduskrifstofu