Fræðslunefnd - 299. fundur - 28. september 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jóna Benediktsdóttir og Auður H. Ólafsdóttir. Jónas Þór Birgisson og Helga Dóra Kristjánsdóttir mættu ekki og engir varamenn fyrir þau. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðu-maður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri og Sif Huld Albertsdóttir, fulltrúi foreldra.
Unnið að endurskoðun leikskólastefnu Ísafjarðarbæjar. Rætt um hvort leggja skuli grunn að skólastefnu Ísafjarðarbæjar, sem spanni stefnu allra leik- og grunnskóla sveitarfélagsins. Niðurstaða nefndarinnar eftir þá umræðu er sú, að hún mælir með við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að gerð verði ein skólastefna fyrir sveitarfélagið.
Nefndin vann að gerð SVÓT greiningar fyrir leikskólana, en þeirri vinnu verður framhaldið á næsta vinnufundi fræðslunefndar. Nefndin lagði grunn að gerð stöðumats fyrir leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.
Rætt um fundarboð og vinnubrögð varðandi þau. Nefndin telur þörf á að komið verði á vinnulagi, sem tryggi sem best mætingar kjörinna fulltrúa á fundi fræðslunefndar og að til
fundar sé boðað með tryggilegum hætti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:54.
Margrét Halldórsdóttir, formaður.
Jóna Benediktsdóttir.
Auður H. Ólafsdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.