Fræðslunefnd - 297. fundur - 24. ágúst 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir, formaður, Jónas Birgisson og Jóna Benediktsdóttir. Auður Ólafsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Helga Dóra Kristjánsdóttir boðaði forföll og mætti Guðrún Í. Hreinsdóttir í hennar stað. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Sigurlína Jónasdóttir.
Leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri.
1. Tölulegar upplýsingar um leikskóla. 2010-08-0049.
Lögð fram samantekt leikskólafulltrúa um fjölda leikskólabarna í Ísafjarðarbæ og hvernig þau skiptast niður á byggðakjarna.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Auðbjörg Halla Knútsdóttir fulltrúi kennara og Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi foreldra.
2. Ársskýrslur GÍ, GÖ og GS. 2010-08-0044
Lagðar fram ársskýrslur Grunnskólans á Ísafirði, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólans á Suðureyri.
Fræðslunefnd þakkar fyrir greinargóðar skýrslur og ítrekar jafnframt um skil á skýrslu frá Grunnskólanum á Þingeyri.
3. Sjálfsmatsskýrslur GÖ og GS. 2010-08-0043
Lagðar fram þrjár sjálfsmatsskýrslur frá Grunnskólanum á Suðureyri og ein frá Grunnskóla Önundarfjarðar.
Fræðslunefnd fagnar að hafa fengið skýrslur frá tveimur af fjórum skólum Ísafjarðarbæjar og ný fræðslunefnd bindur vonir við að matsverkefni allra skólanna komist í betra horf þar sem fyrirhugað er námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn grunnskólanna.
4. Skólanámskrá Grunnskólans á Ísafirði. 2010-08-0050
Lögð fram til kynningar skólanámskrá Grunnskólans á Ísafirði skólaárið 2010-2011.
5. Skólavogin. 2010-08-0046
Lagðar fram niðurstöður grunnskóla Ísafjarðarbæjar í Skólavoginni.
Fræðslunefnd fagnar því hversu vel skólarnir eru reknir en bendir jafnframt á að slakur árangur barna í stærðfræði er mikið áhyggjuefni. Því vill fræðslunefnd fela starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að koma með hugmyndir og kostnaðaráætlun á næsta fund fræðslunefndar um myndun rýnihóps sem fer í að skoða markvisst stærðfræðikennslu skólanna og gerir umbótaáætlun í framhaldinu.
6. Rannsókn og greining - niðurstöður Ísafjarðarbæjar. 2010-08-0047
Lagðar fram niðurstöður Ísafjarðarbæjar frá Rannsókn og greiningu um hagi og líðan unglinga.
Fræðslunefnd vill beina því til skólanna að skoða sérstaklega niðurstöður um upplifun nemenda á samskiptum við kennara.
7. Tölulegar upplýsingar um grunnskóla. 2010-08-0048
Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa um nemendafjölda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar við upphafi skólaárs.
8. Önnur mál.
Nefndamenn hvattir til að kynna sér almenna hluta nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla og verður það efni tekið til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar.
Ítrekuð beiðni um að fræðslunefnd fái skýrsluna um mat á Menntasmiðjunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.
Margrét Halldórsdóttir, formaður.
Jónas Birgisson.
Guðrún Í. Hreinsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi