Fræðslunefnd - 296. fundur - 6. júlí 2010
Mætt voru: Margrét Halldórsdóttir formaður, Jónas Þór Birgisson, Helga Dóra Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Valdís Bára Kristjánsdóttir, Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Sameiginleg leik- og grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra og Guðmundur Þorkelsson fyrir hönd kennara.
- Hlutverk nefndarinnar
Lagt fram til kynningar erindisbréf nefndarinnar.
- Kosning ritara
Fræðslunefnd samþykkir að starfsmenn nefndarinnar annist ritun á fundum hennar.
- Fundartími
Fræðslunefnd samþykkir að fundartími fræðslunefndar verði annan og fjórða þriðjudag í mánuði kl. 16. Næsti fundur fræðslunefndar verður haldinn þann 24. ágúst 2010.
- ADHD vitundarvika
Lagt fram til kynningar bréf dagsett í júní 2010, frá ADHD samtökunum, þar sem samtökin leggja til að skipulögð verði ADHD vitundavika í skólum landsins og víðar vikuna 20. - 24. september n.k.
Grunnskólamál:
5. Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar
Grunnskólastefnan lögð fram til kynningar.
6. Ársskýrslur Grunnskóla Ísafjarðar og Grunnskóla Önundarfjarðar
Ársskýrslur Grunnskóla Ísafjarðar og Grunnskóla Önundarfjarðar lagðar fram til kynningar. Umræða um skýrslurnar mun fara fram í haust.
7. Skólanámskrá GÍ 2010 - 2011
Skólanámskrá Grunnskólans á Ísafirði árið 2010-2011 lögð fram til kynningar.
8. Ósk um ráðningu stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Þingeyri
Lagt fram bréf dagsett 25. maí 2010, undirritað af Gunnlaugi Dan Ólafssyni, skólastjóra og Jónínu Hrönn Símonardóttur, sérkennara, þar sem óskað er eftir að ráða stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Þingeyri. Fræðslunefnd sér sér ekki fært að styðja erindið með vísan til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010 en lýsir sig reiðubúna til að endurskoða beiðnina við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
9. Trúnaðarmál
Tekið fyrir bréf dags. 29. júní 2010, undirritað af Rannveigu Þorvaldsdóttur, deildarstjóra í sérkennslu þar sem óskað er eftir leyfi til að ráða í tvö 70% störf stuðningsfulltrúa. Að baki beiðninni liggja fyrir greiningar frá BUGL vegna beggja barnanna en frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins vegna annars. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að erindið verði samþykkt.
Leikskólamál: Mættur áheyrnarfulltrúi, Jóna Lind Kristjánsdóttir.
10. Leikskólastefna Ísafjarðarbæjar
Leikskólastefna Ísafjarðarbæjar lögð fram til kynningar. Fræðslunefnd felur starfsmönnum að leggja fram tillögur um breytingar í samræmi við breytingar á lögum í málaflokknum. Fræðslunefnd fjallar að nýju um málið á hausti komanda.
11. Leikskólastjórnun á Bakkaskjóli
Fjallað á ný um málefni leikskólans Bakkaskjóls. Í ljósi framlagðra upplýsinga frá leikskólafulltrúa leggur fræðslunefnd til við bæjarráð að ráðinn verði leikskólastjóri á Bakkaskjól fram að sumarfríi leikskólans á næsta ári. Fræðslunefnd mun hafa lokið endurskoðun á rekstri leikskólans Bakkaskjóls í mars á næsta ári.
12. Ráðning í stöður stjórnenda og kennara í leikskólum án auglýsinga málsnr. 2010060053
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. júní 2010 frá Félagi leikskólakennara, sent öllum sveitarfélögum, þar sem bent er á að öll störf skulu auglýst á opinberum vettvangi, eina undanþágan er ef um tímabundin afleysingastörf er að ræða.
13. Önnur mál
A. Jóna Benediktsdóttir lagði fram skriflegt erindi, dags. 6. júlí 2010, þar sem spurst er fyrir um hæfi Margrétar Halldórsdóttur til setu í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar. Jóna vísar til 42. gr. sveitarstjórnarlaga og 48. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar. Jafnframt vísaði hún til úrskurðar félagsmálaráðuneytis frá 5. mars 2001 þar sem spurt var um hæfi starfsmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar til setu í félagsmálanefnd. Margrét Halldórsdóttir vísaði í nýlega umfjöllun um málið frá Guðjóni Bragasyni lögfræðingi hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem hann vísar til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998, með síðari breytingum. Þær breytingar áttu sér stað þann 26. maí 2004. Í ljósi breytinga á framangreindum lögum er tekinn af allur vafi um hæfi Margrétar Halldórsdóttur sem fulltrúa í fræðslunefnd.
B. Enn fjallað um skil á sjálfsmatsskýrslum grunnskólanna í Ísafjarðarbæ. Fræðslunefnd þykir ljóst að bæta þarf um betur varðandi skil á skýrslunum.
C. Jóna Benediktsdóttir óskar eftir tölulegum upplýsingum um fjölda barna í árgöngum í Ísafjarðarbæ.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:05
Margrét Halldórsdóttir, formaður
Jónas Þór Birgisson
Jóna Benediktsdóttir
Helga Dóra Kristjánsdóttir
Valdís Bára Kristjánsdóttir
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi