Fræðslunefnd - 295. fundur - 10. júní 2010
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, og Jóna Benediktsdóttir. Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason mættu ekki og engir varamenn fyrir þá. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Leikskólamál
Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri.
1. Beiðni um launalaust leyfi.
Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri óskar eftir launalausu leyfi í 1 ár frá og með 1. ágúst 2010.
Fræðslunefnd samþykkir erindið og óskar Jónu Lind góðs gengis á nýjum slóðum. Aðstoðarleikskólastjóri mun leysa Jónu Lind af í leyfinu.
2. Leikskólastjóri á Bakkaskjóli
Ingibjörg Einarsdóttir, leikskólastjóri Bakkaskjóls, sem verið hefur í launalausu leyfi hefur sagt starfi sínu lausu. Jóna Lind Kristjánsdóttir, leikskólastjóri Eyrarskjóls, hefur verið leikskólastjóri á Bakkaskjóli meðan Ingibjörg hefur verið í leyfinu. Jóna Lind Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi gerðu grein fyrir faglegu mati sínu á reynslunni af samrekstri leikskólanna undanfarið ár. Þær telja að stjórnun á þessum tveimur leikskólum sé of flókin í framkvæmd og skili ekki þeirri fjárhagslegu hagræðingu sem vonast var eftir. Því leggja þær til að auglýst verði eftir leikskólastjóra á Bakkaskjól.
Á sínum tíma tók fræðslunefnd ofangreinda ákvörðun með það í huga að einungis væri um ársleyfi leikskólastjóra á Bakkaskjóli að ræða og jafnframt mætti spara í rekstri með ráðstöfuninni. Ljóst er að mesta hagræðingin af samrekstrinum fólst í því að Eyrarskjól annaðist matseld fyrir Bakkaskjól. Sú ráðstöfun mun halda áfram.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að þessum samrekstri verð hætt.
Fræðslunefnd óskar jafnframt eftir því að greinargerð frá leikskólastjóra og leikskólafulltrúa fylgi málinu til bæjarstjórnar.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að auglýst verði eftir leikskólastjóra á Bakkaskjól.
3. Aðgengi að leiksvæði við leikskólann Sólborg á Ísafirði.
Magnúsína Laufey Harðardóttir, íbúi og foreldri í Ísafjarðarbæ, hefur sent bréf, dags. 8. júní 2010, þar sem hún óskar formlega eftir því að hlið inn á lóð leikskólans Sólborgar verði opið þegar leikskólinn er lokaður eins og tíðkast á Eyrarskjóli.
Fræðslunefnd samþykkir að lóðin á leikskólanum Sólborg verði opin í sumar til reynslu.
Leik- og grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóhanna Ásgeirsdóttir, fulltrúi skólastjóra, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Guðmundur Þorkelsson, fulltrúar kennara, og Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra.
4. Minnisblað frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna kostnaðaráhrifa nýrra leik- og grunnskólalaga.
Lagt fram til kynningar minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynntar eru niðurstöður vinnu starfshóps, sem meta átti kostnaðarráhrif nýrra laga um leikskóla og grunnskóla.
Grunnskólamál.
5. Skóladagatöl grunnskóla Ísafjaðarbæjar.
Skóladagatöl grunnskólanna fjögurra í Ísafjarðarbæ, fyrir skólaárið 2010-2011, lögð fram til kynningar.
Fræðslunefnd samþykkir framlögð skóladagatöl.
6. Eftirfylgni vegna sjálfsmatsaðferða grunnskóla.
Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 14. maí 2010, þar sem kynnt er eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á tímabilinu 2008 og 2009. Eftirfylgnin er í formi ráðgjafar til grunnskólanna.
Fræðslunefnd leggur til að hver grunnskóli sendi fimm fulltrúa á námskeiðin.
7. Launalaus leyfi kennara við Grunnskólann á Ísafirði.
Fræðslunefnd samþykkir framlagðar beiðnir þriggja kennara um launalaus leyfi þ.e. eitt til áramóta og tvö í eitt ár.
8. Önnur mál
A. Auðbjörg Halla Knútsdóttir sagði frá styrk frá Sprotasjóði til handa Grunnskólanum á Þingeyri. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með styrkinn.
B. Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10
Einar Pétursson, formaður
Kristín Hálfdánsdóttir
Jóna Benediktsdóttir
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.