Fræðslunefnd - 294. fundur - 4. maí 2010
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Elías Oddsson boðaði forföll og mætti María Valsdóttir í hans stað. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál
Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri.
1. Ósk um aukið stöðugildi við leikskólann Tjarnarbæ, Suðureyri.
Lagt fram bréf, dagsett 28. apríl 2010, frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra á Tjarnarbæ, Suðureyri. . Hún óskar eftir fjölgun stöðugilda sem nemur 75% þar sem biðlisti er venju fremur langur í ár.
Fræðslunefnd mælir með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki erindið.
2. Ósk um aukið stöðugildi við leikskólann Sólborg, Ísafirði.
Lagt fram bréf, dagsett 20. apríl 2010, frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Sólborg, Ísafirði. En þar óskar hún eftir að fá að ráða inn starfsmann vegna tveggja barna, sem þurfa aðstoð í námi. Aukningin nemur 37,5% stöðugildi.
Fræðslunefnd mælir með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki erindið.
3. Skóladagatöl leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar skóladagatöl allra sex leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við skóladagatölin.
Grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóhanna Ásgeirsdóttir, fulltrúi skólastjóra, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Guðmundur Þorkelsson, fulltrúar kennara og Guðrún Guðmundsdóttir, fulltrúi foreldra.
4. Skýrsla um samræmd könnunarpróf haustið 2009. Málsnr. 2009-02-0086
Lagt fram bréf, dagsett 29. mars 2010, frá menntamálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á skýrslu um samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk 2009. Fræðslunefnd ræddi innihald skýrslunnar en miklar upplýsingar liggja fyrir í henni sem grunnskólar í sveitarfélaginu geta nýtt í starfi sínu.
Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum frá grunnskólum Ísafjarðarbæjar, um hvernig þeir munu nýta sér skýrsluna í skólastarfinu.
5. Önnur mál.
A. Rætt um endurmenntun kennara en framlag frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla er kr. 350.000,-. Því fjármagni er ætlað að duga fyrir a.m.k. 35 kennslustundum.
B. Jóna Benediktsdóttir lagði fram fyrirspurn um hvernig menn hugsi sér að meta árangur af rekstri Menntasmiðju. Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa skólastjóra, Jóhönnu Ásgeirsdóttur verður lögð fram skýrsla um Menntasmiðjuna í júní n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15
Einar Pétursson, formaður
Kristín Hálfdánsdóttir
María Valsdóttir
Jóna Benediktsdóttir
Gylfi Þór Gíslason
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu