Fræðslunefnd - 293. fundur - 30. mars 2010
Mætt voru: Elías Oddsson, varaformaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Einar Pétursson tilkynnti forföll og mætti enginn í hans stað. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir/Sigurlína Jónasdóttir.
Leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri.
1. Beiðni um TV-einingar.
Beiðni barst frá Sigrúnu Elvarsdóttur, leikskólakennara á Sólborg, um TV-einingar í 9 mánuði, frá september 2010 til maí 2011. Sigrún hefur áhuga á að innleiða verkefni, sem hún hefur verið að vinna að, inn á leikskólann.
Fræðslunefnd lýsir yfir mikilli ánægju með verkefnið en hefur því miður ekki fjárheimildir til að verða við óskinni að þessu sinni. Fræðslunefnd óskar eftir því að horft verði til þessa verkefnis þegar kemur að fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011.
Leik- og grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Enginn mætti.
2. Skýrsla starfshóps um samrekstur leik- og grunnskóla á Þingeyri.
Lögð fram skýrsla starfshóps um samrekstur leik- og grunnskóla á Þingeyri. Starfshópurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að fara út í samrekstur skólanna að svo komnu máli.
Fræðslunefnd þakkar fyrir vandaða skýrslu og hvetur skólastjórana til að horfa sérstaklega á markmiðssetninguna með sameiningu þegar litið verður til samstarfsverkefna næstu ára.
Grunnskólamál.
3. Úthlutun kennslustunda fyrir skólaárið 2010-2011.
Lagðar fram tillögur grunnskólafulltrúa um úthlutun kennslustunda næsta skólaár. Í tillögunum er gert ráð fyrir að GÍ fái 1030 kennslustundir á viku, GÖ 126 kennslustundir á viku, GS, 164-169 kennslustundir á viku og GÞ 169 kennslustundir á viku.
Fræðslunefnd samþykkir úthlutunina.
4. Dagur umhverfisins 2010.
Lagt fram bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 2. mars 2010. En þar kemur fram að dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert og hvetur ráðuneytið skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins.
Lagt fram til kynningar.
5. Ósk um að nemandi ljúki skólagöngu við GÍ, þrátt fyrir að eiga lögheimili erlendis.
Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir því að nemandi fái að ljúka skólagöngu sinni við GÍ, þrátt fyrir að hann þurfi að flytja lögheimili áður en skóla lýkur í vor.
Fræðslunefnd samþykkir erindið.
6. Önnur mál.
A. Leikskólafulltrúi upplýsti um hvernig leikskólastjórar hafi unnið að því að skipuleggja starfsmannafundi í samráði við foreldraráð.
B. Jóna Benediktsdóttir vill árétta mikilvægi þess að nefndin fái upplýsingar um mál sem henni ber að sinna til að hún geti sinnt sínu hlutverki.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.30.
Elías Oddsson, varaformaður.
Jóna Benediktsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.