Fræðslunefnd - 291. fundur - 15. desember 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Jafnframt mættu Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Leikskólamál.


Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri.



1. Fjárhagsáætlunarvinna.  2009-09-0021.


Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.  Rætt um mögulegt afnám gjaldfrelsins lokaárs í leikskóla. 


Í ljósi þess að fræðslunefnd kom ekki að ákvörðun um gjaldfrelsið á sínum tíma tekur hún ekki afstöðu til þess hvort það verði afnumið. 


Rætt um breytingar á starfsmannafundum á leikskólum. 


Fræðslunefnd leggur til að starfsmannafundir verði sextán klukkustundir á ári í dagvinnu og felur leikskólastjórum, í samvinnu við foreldraráð leikskólanna, að útfæra það. 


Rætt um að aðstoðarleikskólastjórar taki að sér afleysingastöður. 


Fræðslunefnd leggur til að farið verði í þær aðgerðir en bendir á möguleikann á að framkvæma ákvörðunina með því að ekki verði ráðið í stöður sem losna. 


Rætt um beiðni um fjölgun stöðugilda á leikskólanum Tjarnarbæ sem nemur hálfri stöðu. 


Í ljósi fjölgunar leikskólabarna á Suðureyri leggur fræðslunefnd til að beiðnin verði samþykkt.  Rætt um niðurgreiðslur á dagvistun barna hjá dagmæðrum. 


Fræðslunefnd leggur til að hækkun á niðurgreiðslum verði 10% en bendir jafnframt á að þegar hafi verið tekið tillit til þessarar hækkunar í drögum að gjaldskrá fyrir árið 2010.



2. Önnur mál. 


Umræða um biðlista á leikskólum.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Guðmundur Þorkelsson og Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara og Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra.  Guðrún Guðmundsdóttir mætti sem fulltrúi foreldra. Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar býður Guðrúnu velkomna til starfa.



3. Fjárhagsáætlunarvinna.  2009-09-0021.


Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. 


Fræðslunefnd leggur til að ráðstefnu- og námskeiðsgjöld verði hækkuð í grunnskólum sveitarfélagsins.  Heildarupphæð tillögunnar hljóðar upp á kr. 275.000,-. 


Fræðslunefnd mælir með að menntasmiðju verði komið á laggirnar í Grunnskólanum á Ísafirði sem tilraunaverkefni.


Skólastjórar grunn- og leikskóla ásamt starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu hafa farið gaumgæfilega yfir alla liði fjárhagsáætlunar á fræðslusviði og lagt til kostnaðarlækkanir en þó með samræmingu og jöfnuð á milli skóla í huga. 


Fræðslunefnd telur að ekki verði lengra gengið í niðurskurði á fræðslusviði. 


Fræðslunefnd leggur til að skólaakstur verði greiddur skv. gjaldskrá Aksturs- og ferðakostnaðarnefndar ríkisins og styður afgreiðslu starfsmanna Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á þeim samningum sem grunnur hefur verið lagður að.  





4. Sjálfsmatsskýrslur skóla og skýrslur um skólahald.


Lagðar fram skýrslur um skólahald allra grunnskóla Ísafjarðarbæjar og sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna á Ísafirði og á Suðureyri.   Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrslurnar.  Fræðslunefnd telur jafnframt nauðsynlegt að nefndinni sé á þennan hátt haldið upplýstri um starf skólanna og tengingu þeirra við samfélagið.



5. Önnur mál.


A. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um stundatöflur í Grunnskólanum á Ísafirði.  Grunnskólafulltrúa falið að kanna hvort óeðlilega margar eyður séu í töflum nemenda í eldri bekkjum grunnskólans.


B. Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um hvernig gangi að vinna í Uppbyggingarstefnunni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.  Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinga um stöðuna.





Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:47





Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.                


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Hálfdánsdóttir.                           


Elías Oddsson.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.      


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?