Fræðslunefnd - 289. fundur - 1. október 2009
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir. Gylfi Þór Gíslason boðaði forföll og í hans stað mætti Sóley Guðmundsdóttir. Elías Oddsson boðaði jafnframt forföll og var María Valsdóttir boðuð í hans stað en hún mætti ekki. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Auðbjörg Halla Knútsdóttir fyrir hönd kennara, Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.
1. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri. 2009-05-0059.
Umsóknarfrestur um ráðningu skólastjóra við Grunnskólann á Þingeyri, rann út þann 21. september sl. Fjórar nýjar umsóknir bárust. Tekin voru viðtöl við tvo aðila og voru þeir báðir metnir hæfir til starfsins.
Í ljósi menntunar og reynslu Gunnlaugs Dan Ólafssonar, mælir fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar með því við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hann verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20.
Einar Pétursson, formaður.
Jóna Benediktsdóttir.
Sóley Guðmundsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.