Fræðslunefnd - 285. fundur - 26. maí 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.  Guðmundur Þorkelsson boðaði forföll og enginn varamaður mætti í hans stað.



1. Greinargerðir starfshóps um skólahald á Flateyri.  2008-09-0008.


Til fundar voru boðaðir allir meðlimir starfshópsins, en auk grunnskólafulltrúa og Elíasar Oddssonar, fræðslunefndarmanns, áttu þau Bjarnheiður Ívarsdóttir, fulltrúi íbúa, Guðmundur Björgvinsson, fulltrúi foreldra og Skarphéðinn Ólafsson, skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar sæti í starfshópnum.  Bjarnheiður boðaði forföll.  Ræddar voru þær hugmyndir sem starfshópnum var falið að fara yfir með tilliti til faglegra- fjárhagslegra- og samfélagslegra áhrifa. Fræðslunefnd telur ekki hægt að afskrifa með öllu að hugmyndir um færslu unglingastiga smærri skólanna verði teknar til skoðunar að nýju ef forsendur breytast verulega og  tekur ekki afstöðu til lágmarksfjölda nemenda í skólum að svo stöddu.  Fræðslunefnd leggur áherslu á að við næstu endurskoðun grunnskólastefnu verði tekin umræða um lágmarksfjölda nemenda í skólum.


Varðandi tillögu nr. 7 um samrekstur leik- og grunnskóla þá leggur nefndin til að tekið verði til athugunar þegar breytingar verða hjá stjórnendum leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.  Varðandi tillögur nr. 12, 13 og 14 um að leik- og grunnskólafulltrúar taki að sér stjórn leikskólanna á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og kennslu í gegnum dreifmenntakerfi telur fræðslunefnd þær tillögur ekki raunhæfar. Guðmundur Björgvinsson og Skarphéðinn Ólafsson véku af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.



2. Beiðni um skólavist.


Grunnskólanum á Ísafirði hefur borist beiðni um skólavist fyrir þýskan dreng, hvers móðir hefur hug á að hann dvelji á Íslandi í eitt ár.    Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að gera kostnaðaráætlun vegna náms drengsins á Ísafirði og kynna móður hans, sem bera þarf kostnaðinn, niðurstöðuna.



3. Reglur um niðurgreiðslu tónlistarnáms utan lögheimilssveitarfélags. 2009-05-0060.


Lögð fram drög að reglum um stuðning við nemendur sem stunda tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að breyta drögunum í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar að því loknu.



4. Önnur mál.


A. Rætt um drög að reglum um skólaakstur.  Fulltrúar í nefndinni senda grunnskólafulltrúa athugasemdir í tölvupósti, ef einhverjar eru.  2009-05-0061.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.


Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Gylfi Þór Gíslason.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Elías Oddsson, varaformaður.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?