Fræðslunefnd - 284. fundur - 19. maí 2009

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir. Gylfi Þór Gíslason mætti ekki og ekki varamaður fyrir hann.  Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Leikskólamál


Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.



1. Beiðni um TV-einingar. 


Lögð fram beiðni frá Sigrúnu Elvarsdóttur, leikskólakennara á Sólborg, um TV-einingar vegna þróunarverkefnis, sem hún er að vinna að. 


Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með þróunarverkefnið, en verður því miður að hafna erindinu vegna þess að ekki er fjárhagslegt svigrúm til  úthlutana á TV - einingum í fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. 



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúarnir Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Guðmundur Þorkelsson og Auðbjörg Halla Knútsdóttir f.h. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.



2. Skóladagatöl grunnskóla Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram skóladagatöl grunnskóla Ísafjarðarbæjar fyrir skólaárið 2009 - 2010.


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir skóladagatölin.  Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Halldór Halldórsson, kom inn á fundinn undir þessum lið.  Hann greindi frá viðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við m.a.  menntamálaráðuneytið og Félag grunnskólakennara um fækkun kennsludaga, skólaárið 2009-2010.  Jafnframt greindi bæjarstjóri frá formlegum fundi, sem haldinn var með menntamálaráðherra, þar sem fram kom ósk Sambandsins um að menntamálaráðherra tæki til skoðunar hvort möguleiki sé á fækkun skóladaga næsta skólaár. 



3. Niðurstöður úttektar á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla Ísafjarðarbæjar.  2008-09-0017.


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 26. janúar 2009, þar sem fram kemur að ráðuneytið telji sjálfsmatsaðferðir skólanna vera ófullnægjandi. Grunnskólafulltrúi greindi frá því hvernig Skóla- og fjölskylduskrifstofa hyggst bregðast við og veita skólunum stuðning til að ná fullnægjandi skilum við næstu úttekt. 


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir því við ráðuneytið að það sendi skólunum skriflega útlistun fyrir hvern þátt matsins og niðurstöður þess.



4. Uppsögn skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri.


Bogi Ragnarsson, skólastjóri Grunnsk. á Þingeyri, sagði starfi sínu lausu þann 30. apríl sl.  Fræðslunefnd þakkar Boga vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.



5. Vinabæjarmót í Linköping í Svíþjóð.  2009-03-0021.


Lagt fram minnisblað frá Þorleifi Pálssyni bæjarritara, þar sem fram kemur að bæjarráð hafi falið fræðslunefnd að sjá um vinabæjarmót sem fyrirhugað er 5. ? 11. september nk. í Linköping í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá grunnskólafulltrúa er útséð um að þeir peningar sem lagðir voru fram til ferðarinnar af hálfu sveitarfélagsins dugi.  Grunnskólafulltrúa falið að vinna frekar að málinu í samvinnu við Árna Ívarsson, fararstjóra.



6. Svar frá Sjóvá um tryggingamál nemenda og starfsmanna í grunnskólum.  2009-04-0010.


Lagt fram bréf frá Sjóvá, dagsett 4. maí 2009, þar sem svarað er fyrirspurnum grunnskólafulltrúa um tryggingarmál nemenda og starfsmanna í grunnskólum.


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur grunnskólafulltrúa, að ganga frá því að allir gestkomandi nemendur séu tryggðir með sama hætti og heimanemendur í skólum Ísafjarðarbæjar.



7. Greinargerðir starfshópa um skólahald á Flateyri og Suðureyri. 2008-09-0008.


Rætt um greinargerðir starfshópa um skólahald á Flateyri og Suðureyri. 


Fræðslunefnd samþykkir að fresta umræðu um greinargerðirnar og halda sérstakan fund, þar sem allir fulltrúar í starfshópunum verði boðaðir. 


Áheyrnarfulltrúar fóru af fundi að aflokinni afgreiðslu þessa liðar.



8. Reglur um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.


Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa, um reglur tíu sveitarfélaga sem svöruðu fyrirspurn um hvernig þeirra reglum væri háttað. Í ljós kom að flest sveitarfélög eru ekki að greiða niður kennslukostnað vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags. Nefndin fjallaði um mikilvægi þess að Samband íslenskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytið komist að niðurstöðu um hver skuli greiða  kostnað vegna tónlistarfræðslu utan lögheimilissveitarfélags.  Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að gera drög að nýjum reglum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.


Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að afgreiðslum umsókna, um greiðslu kennslugjalda vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags fyrir skólaárið 2009-2010, verði frestað þar til nýjar reglur verða samþykktar.    


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:17.


Einar Pétursson, formaður.


Jóna Benediktsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.


Elías Oddsson, varaformaður.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?