Fræðslunefnd - 279. fundur - 20. janúar 2009
Mætt voru: Einar Pétursson, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál
Mættur áheyrnarfulltrúi, Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.
1. Beiðni um TV-einingar
Lagt fram ódagsett bréf frá skólastjórnendum leikskólans Eyrarskjóls, þar sem sótt er um TV-einingar til að koma til móts við aukið vinnuálag sem fylgir því að innleiða Olweusarverkefni á leikskólann. Fræðslunefnd fagnar tilkomu Olweusarverkefnis í leikskólann og þeim metnaði sem ríkir í leikskólastarfinu. Í ljósi erfiðra aðstæðna getur fræðslunefnd ekki mælt með fjárhagslegum stuðningi við verkefnið eins og er en hvetur viðkomandi til þess að leita eftir stuðningi á ný við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.
Grunnskóla og leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar, Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Guðmundur Þorkelsson og Auðbjörg Halla Knútsdóttir fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.
2. Fjárhagsáætlun 2009. 2008-09-0008.
Lagðar fram tillögur vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsáætlun verði rædd á sérstökum fundi þann 29. janúar n.k. og felur starfsmönnum að taka saman upplýsingar með tilliti til umræðna á fundinum.
3. Úttekt á listfræðslu á Íslandi.
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 1. desember 2008 þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að gera heildarúttekt á listfræðslu á Íslandi með það að markmiði að meta listfræðsluna.
4. Reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram drög að reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Málinu frestað til næsta fundar fræðslunefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55
Einar Pétursson, formaður.
Elías Oddsson, varaformaður.
Jóna Benediktsdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.