Fræðslunefnd - 278. fundur - 11. nóvember 2008
Mætt voru: Elías Oddsson, varaformaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Gylfi Þór Gíslason og Jóna Benediktsdóttir. Einar Pétursson boðaði forföll og mætti enginn í hans stað. Jafnframt mættu Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Guðmundur Þorkelsson fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.
1. Reglur um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram drög að reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd felur grunnskólafulltrúa að fara yfir reglurnar með tilliti til þeirra umræðna sem áttu sér stað.
2. Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla. 2008-09-0017.
Lagt fram til kynningar bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 22. október 2008 þar sem tilkynnt er að Grunnskólinn á Þingeyri, Grunnskólinn á Suðureyri og Grunnskóli Önundarfjarðar séu á meðal þeirra skóla sem teknir verða út haustið 2008.
Grunnskóla og leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi, Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.
3. Fjárhagsáætlun 2009.
Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar 2009.
Fræðslunefnd bendir á að skólar Ísafjarðarbæjar hafa verið mjög vel reknir undanfarin ár og því verður erfitt að finna liði þar sem hægt verður að skera niður.
Leikskólamál.
4. Lög um leikskóla.
Leikskólafulltrúi fór yfir nýju leikskólalögin.
5. Aðgangur almennings að leikskólalóðum.
Lagt fram minnisblað frá leikskólafulltrúa þar sem fram kemur að honum hefur borist ósk um að lóð leikskólans Sólborg verði opin utan skólatíma. Lóðin á Eyrarskjól er opin fyrir almenning utan skólatíma.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu málsins fram á vor.
6. Ársskýrslur leikskólanna 2007-2008.
Leikskólafulltrúi tók saman ársskýrslu þar sem fram koma helstu þættir faglegs starfs í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
7. Útiskóli Eyrarskjóls.
Lögð fram skýrsla leikskólastjóra um útiskóla Eyrarskjóls sem starfræktur var í maí og júní sl.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.
Elías Oddsson, varaformaður.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Jóna Benediktsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.