Fræðslunefnd - 276. fundur - 23. september 2008
Mætt voru: Einar Pétursson formaður Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Jóna Benediktsdóttir, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Sigurlína Jónasdóttir.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Sigurður Hafberg fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.
1. Tilkynning um breytingar við framkvæmd samræmdra könnunarprófa. 2008-01-0087.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 3. september 2008. Þar kemur fram að í tengslum við ný grunnskólalög eru breytingar á fyrirkomulagi prófanna sbr. 39. grein laganna.
Lagt fram til kynningar.
2. Kennsluráðgjöf vegna blindra, sjónskertra og daufblindra barna. 2008-09-0064.
Lagðar fram þjónustuáætlanir og gjaldskrá vegna þjónustu kennsluráðgjafa við nýja þjónustustofnun fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að sett verði á stofn þjónustustofnun vegna blindra, sjónskertra og daufblindra barna en nefndin mótmælir fyrirkomulagi gjaldtöku vegna ráðgjafar á landsbyggðinni. Fræðslunefnd óskar eftir að menntamálaráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga endurskoði gjaldtöku vegna þessarar þjónustu.
3. Áheyrnarfulltrúar kennara í fræðslunefnd.
Lögð fram bréf frá Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri. Kennarar við þessa skóla leggja til að áfram verði óbreytt fyrirkomulag, þ.e. að tveir fulltrúar kennara verði í fræðslunefnd. Einn frá litlu skólunum og einn frá GÍ.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að halda óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. einn fulltrúi frá Grunnskólanum á Ísafirði og sameiginlegur fulltrúi fyrir Grunnskóla Önundarfjarðar, Grunnskólann á Þingeyri og Grunnskólann á Suðureyri.
4. Álit um gjaldskrárákvörðun vegna skólamáltíða. 2008-08-0047
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarþátttöku sveitarfélaga í skólamáltíðum grunnskólanema.
Lagt fram til kynningar.
5. Varðandi skólaakstur á Ingjaldssand. 2007-10-0040.
Lagt fram bréf grunnskólafulltrúa, þar sem spurt er eftir verklagsreglum um snjómokstur á Sandsheiði.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að barnið geti stundað skólann með eðlilegum hætti og dvalið á heimili sínu í fríum, jafnframt er gerð sú krafa að fyllsta öryggis sé gætt við ferðalög milli heimilis og skóla.
6. Vorskýrslur skólasálfræðings
Vorskýrslur skólasálfræðings frá árunum 2004 ? 2007 lagðar fram til kynningar.
7. Ný grunnskólalög. 2007-01-0005
Farið verður í grunnskólalögin á næsta fundi þegar samantekt um helstu breytingar liggur fyrir.
8. Náum betri árangri ? málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 5. september 2008. Sambandið stendur fyrir málstofu um skólamál þann 6. október 2008, en yfirskrift málstofunnar er ,,Náum betri árangri?.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál
9. Bréf frá nemendum í 7-8 bekk Grunnskóla Önundarfjarðar. 2008-09-0078
Lagt fram bréf frá nemendum í 7-8 bekk Grunnskóla Önundarfjarðar þar sem þau kvarta yfir hversu illa stofan þeirra er farin og benda á að stofan hafi ekki verið máluð í 10 ár og biðja fræðslunefnd að beita sér fyrir því að stofan verði máluð.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar þakkar nemendum í 7-8 bekk í Grunnskóla Önundarfjarðar fyrir bréfið og vísar því til eignarsjóðs með ósk um að þar verði brugðist við hið fyrsta.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20
Einar Pétursson, formaður.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Elías Oddsson.
Jóna Benediktsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.