Fræðslunefnd - 275. fundur - 2. september 2008
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður Kristín Hálfdánsdóttir, Valdís Kristjánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. Elías Oddsson mætti ekki og enginn varamaður fyrir hann.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Tónlistarskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans.
1. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar. 2008-06-0041.
Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 21. apríl 2008. Skólastjóri Tónlistarskólans mættur til fundar við fræðslunefnd til að kynna aðsókn að skólanum á Ísafirði og í útibúum skólans á Þingeyri, Flateyri og á Suðureyri. Skólastjóri kynnti jafnframt skólagjöld vetrarins, drög að dagskrá Tónlistardagsins þann 20. september næstkomandi, svæðisþing tónlistarkennara og ársþing samtaka tónlistarkennara.
Leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.
2. Ósk um aukafjármagn fyrir leikskólann Sólborg. 2008-02-0069.
Lagt fram bréf frá Helgu Jóhannsdóttur leikskólastjóra á Sólborg, dagsett 18. febrúar sl. þar sem óskað er eftir 90.000,- króna aukafjármagni til að kaupa ljósritunarvél fyrir leikskólann.
Fræðslunefnd óskar eftir því að kostnaðurinn verði tekinn af fjárhagsáætlun leikskólans fyrir árið 2008. Reynist það ógerlegt mun fræðslunefnd endurskoða afstöðu sína.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar Jóhanna Ásgeirsdóttir f.h. skólastjóra, Sigurður Hafberg fh. kennara og Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra.
3. Aukning á stöðugildum við Grunnskólann á Suðureyri. 2008-08-0014
Lagt fram bréf frá grunnskólafulltrúa, dagsett 12. ágúst 2008. Þar er óskað eftir 0,57% stöðugildi stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Suðureyri.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
4. Fjöldi barna á hvern starfsmann í Dægradvöl. 2008-08-0041
Lagt fram bréf dagsett 25. ágúst sl. frá Margréti Halldórsdóttur, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Þar óskar Margrét eftir skýrum reglum um fjölda barna sem sveitarfélagið vill að miðað sé við á hvern starfsmann Dægradvalar. Hún leggur til að viðmið verði sett þannig að ekki verði fleiri en 12 börn á hvern starfsmann.
Fræðslunefnd samþykkir tillöguna.
5. Ársskýrsla skólasálfræðings veturinn 2007-2008.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla skólasálfræðings á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Fræðslunefnd óskar eftir skýrslum undanfarinna fjögurra ára til samanburðar.
6. Menntaþing menntamálaráðuneytisins 12. september 2008. 2008-06-0012.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 3. júní 2008.. Þar kemur fram að ný lög um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningar kennara voru samþykkt þann 29. maí 2008. Af því tilefni er efnt til Menntaþings 12. september 2008.
7. Nemendafjöldi við grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
Grunnskólafulltrúi tók saman nemendafjölda grunnskólanna þann 28. ágúst 2008. Í skólunum eru núna samtals 620 nemendur og skiptast þeir þannig að 505 nemendur eru í GÍ, 28 nemendur í GÖ, 40 nemendur í GS og 47 nemendur í GÞ. Lagt fram til kynningar.
8. Lokaskýrslur vegna þróunarverkefna.
Skólaárið 2007-2008 voru tvö þróunarverkefni í gangi í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Fyrra verkefnið er Uppbygging, ábyrgð og áhugi sem Jóhanna Ásgeirsdóttir hélt utan um. Fyrirspurn barst um hversu marga tíma í viku verkefnastjóri verði ráðinn til að sinna verkefninu. Jóhanna Ásgeirsdóttir mun svara erindinu. Seinna verkefnið er Mótttaka innflytjendabarna í grunnskólum Ísafjarðarbæjar sem grunnskólafulltrúi hélt utan um. Lokaskýrslur þessara verkefna voru lagðar fram til kynningar.
9. Sjálfsmatsverkefni grunnskólanna í Ísafjarðarbæ.
Lagðar fram sjálfsmatsskýrslur frá Grunnskólunum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Skýrslurnar voru allar unnar síðastliðinn vetur.
10. Skýrslur um skólahald. 2008-06-0035.
Lagðar fram til kynningar skýrslur um skólahald í Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólaunum á Ísafirði.
11. Fréttabréf frá Grunnskólanum á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
12. Danskur sendikennari við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar. 2008-02-0128
Grunnskólafulltrúi kynnti stöðu dansks sendikennara við grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Verkefnið er unnið í samvinnu við danska menntamálaráðuneytið og menntavísindasvið Háskóla Íslands.
13. Aldarspegill ? rit frá Kennaraháskóla Íslands.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál
a) Fulltrúi kennara í fræðslunefnd
Grunnskólafulltrúi lagði fram grein í nýju grunnskólalögunum þar sem kveðið er á um fulltrúa kennara í fræðslunefnd. Breytingar hafa orðið frá gömlu lögunum frá 1995 en nú er gert ráð fyrir einum fulltrúa kennara í fræðslunefnd í stað tveggja áður. Fræðslunefnd frestar frekari umfjöllun um málið til næsta fundar.
b) Sólstafir á Vestfjörðum. 2008-03-0065
Lagðar fram upplýsingar frá Sólstöfum Vestfjarða um sundurliðun á kostnaði á hvern einstakling á námskeið hjá samtökunum. Sólstafir Vestfjarða leggja til að sveitarfélagið leggi til kr. 3.000,- á hvern einstakling en það dugar fyrir vinnubók. Bæjarráð hefur þegar fjallað um erindið og vísað því til umfjöllunar hjá Þróunar- og starfsmenntunarsjóði Ísafjarðarbæjar.
c) Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál fært til bókar og varðveitt í trúnaðarmálamöppu Fræðslunefndar.
d) Ytra mat á skólastarfi.
Jóna Benediktsdóttir óskar eftir að aflað verði upplýsinga um hvernig ytra mati í grunnskólum Reykjavíkurborgar sé háttað. Grunnskólafulltrúa falið að afla upplýsinganna.
e) Fyrirspurn um stöðu mála í skólaakstri. 2007-10-0040
Jóna Benediktsdóttir spurðist fyrir um stöðu mála í skólaakstri á milli Ingjaldssands og Flateyrar. Málið er í vinnslu og verður lagt fyrir þegar upplýsingar liggja fyrir.
f) Nýbygging Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019
Rætt um stöðu mála í Grunnskólanum á Ísafirði. Fræðslunefnd vill koma á framfæri þökkum til alls starfsfólks og nemenda Grunnskólans á Ísafirði fyrir þolinmæði og mikinn dugnað í þeim miklu framkvæmdum sem eiga og hafa átt sér stað í skólanum. Mikið álag hefur verið á starfsfólki vegna seinkunar afhendingar á nýbyggingunni.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:35.
Einar Pétursson, formaður.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Valdís Kristjánsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Margrét Geirsdóttir, fors. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.