Fræðslunefnd - 272. fundur - 22. apríl 2008

Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Kristín Oddsdóttir, Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir grunnskólafulltrúi.


Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.



Grunnskólamál.


Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra, Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir fyrir hönd kennara. 



1. Kennslustundaúthlutun.


Lagðir fram útreikningar á kennslustundaúthlutun fyrir grunnskóla Ísafjarðarbæjar skólaárið 2008-2009 sem gerðir eru samkvæmt reglum þar að lútandi. Í útreikningum grunnskólafulltrúa er lagt til að Grunnskólanum  Ísafirði verði úthlutað 1164 kennslustundum á viku, Grunnskólanum á Suðureyri 171 kennslustund, Grunnskóla Önundarfjarðar 160 kennslustundum og Grunnskólanum á Þingeyri 172 kennslustundum.


Jafnframt lagt fram bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri þar sem hann fer fram á að skólanum verði úthlutað 193 kennslustundum skólaárið 2008-2009. 


Fræðslunefnd samþykkir að farið verði að tillögum grunnskólafulltrúa hvað varðar alla skólana nema Grunnskólann á Þingeyri þar sem fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu úthlutunar á kennslustundum fyrir skólaárið 2008-2009 þar til nánari upplýsingar um nemendafjölda í skólanum næsta haust liggur fyrir.



2. Skólaakstur ? 2007-10-0040


Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttir, skólastjóra við Grunnskóla Önundarfjarðar, dagsett 11. apríl 2008. Þar óskar hún eftir skýrum svörum um hvernig skólaakstri frá Ingjaldssandi eigi að vera háttað.  Fræðslunefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að leita leiða til þess að tryggja skólagöngu barnsins með samkomulagi við tæknideild Ísafjarðarbæjar, sem og Vegagerð ríkisins, um snjómokstur til Ingjaldssands um vetur.



3. Deildarstjóri sérkennslu við GÍ.


Lagt fram bréf, ódagsett, undirritað af Jóhönnu Ásgeirsdóttur, aðstoðarskólastjóra GÍ og Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur, skólastjóra GÍ. Í bréfinu er farið fram á aukningu stöðugilda við skólann, til að koma til móts við stækkandi hóp sérkennslubarna við skólann. Er farið fram á að fá að ráða inn deildarstjóra sérkennslu í 50%-100% starf til að halda utan um málefni sérdeildar, sérkennslubarna og nýbúa.  Í bréfinu er lagt að að stjórnunarhlutfall yrði 60%.  


Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún  heimili þessa aukningu á stöðugildum og leggur til að stjórnunarhlutfall deildarstjórans verði 60 %.



4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.  2006-03-0038.


Í vinnu við aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 er óskað eftir því við fræðslunefnd að hún  fjalli um hvernig greiningu hagsmunaðila skuli vera háttað.


Fræðslunefnd leggur til að stofnunum sem undir fræðslunefnd heyra verði falið að svara spurningunum.  Skila þarf inn niðurstöðum fræðslunefndar ekki síðar en 12. maí 2008.



Leikskólamál.


Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra.



5. Trúnaðarmál


Trúnaðarmál tekið fyrir og fært í trúnaðarmálabók fræðslunefndar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl.


Einar Pétursson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir.      


Gylfi Þór Gíslason. 


Elías Oddsson.


Kristín Oddsdóttir.


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölsk.      .


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?