Fræðslunefnd - 269. fundur - 26. febrúar 2008
Mætt voru: Einar Pétursson formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson, Gylfi Þór Gíslason, Soffía Ingimarsdóttir, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.
1. Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar reglugerð fyrir Þróunar- og starfsmenntunarsjóð Ísafjarðarbæjar, úthlutunarreglur sjóðsins ásamt fundargerðum Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar númer 18 og 19.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Þórdís Jensdóttir f.h. foreldra. Ellert Erlingsson, fulltrúi skólastjóra, boðaði forföll, sem og fulltrúi kennara, Sigurður Hafberg.
2. Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar.
Lögð fram til kynningar grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar eftir yfirlestur.
Málinu frestað til næsta fundar nefndarinnar.
3. Ráðstefna á vegum Skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri.
Hjá öllum vakir þráin að birta öðrum hug sinn ? samskipti og tjáning í skólastarfi. Ráðstefna með námssmiðjum, haldin í Brekkuskóla á Akureyri 18. og 19. apríl 2008. Lagt fram til kynningar.
4. Ritið School Autonomy in Europe ? Policies and Measures.
Lagt fram til kynningar rit gefið út af Eurydice, upplýsinganeti um menntamál í Evrópu. Ritið má nálgast á heimasíðu Eurydice www.eurydice.org.
5. Reglur varðandi fartölvuvæðingu grunnskólanna.
Grunnskólafulltrúi lagði fram drög að reglum varðandi fartölvuvæðinguna, sem og drög að samningi við kennara um afnot af vélunum.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:55.
Einar Pétursson, formaður.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Elías Oddsson.
Soffía Ingimarsdóttir.
Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölsk.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.