Fræðslunefnd - 266. fundur - 11. desember 2007
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir og Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason. Soffía Ingimarsdóttir mætti ekki á fundinn og boðaði ekki forföll. Jafnframt mættu á fundinn Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Sigurlína Jónasdóttir.
Leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóna Lind f.h. leikskólastjóra.
1. Tölulegar upplýsingar
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um starfsemi leikskólanna sem leikskólafulltrúi tók saman. Þar er meðal annars að finna upplýsingar um börn, biðlista, fjölda barngilda og dvalarstundir í hverjum leikskóla, fjölda rýma og deilda. Eins eru upplýsingar um fjölda kennara í leikskólum og hlutfall fagfólks.
2. Fyrirspurn fulltrúa leikskólaskóla
Jóna Lind Karlsdóttir, spurðist fyrir um hvar fyrirspurn leikskólakennara varðandi starfsfólk leikskóla í námi, sem tekin var fyrir á 264. fundi fræðslunefndar er stödd. Leikskólafulltrúi sagði frá stöðu mála, en verið er að endurskoða reglur Þróunar ? og starfsmenntunarsjóðs og er málið tekið þar fyrir samfara þeirri endurskoðun.
Grunnskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi: Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra. Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg f.h. kennara. Fulltrúi foreldra boðaði forföll sem og varamaður hans.
3. Ferðir vegna fermingarfræðslu á skólatíma. 2007-11-0058.
Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dagsett 13. nóvember 2007, þar sem fram koma athugasemdir við ferðir vegna fermingarfræðslu á skólatíma og að fermingarfræðsla eigi ekki að vera hluti af námi í grunnskóla.
Lagt fram til kynningar.
4. Athugun laga nr. 66/1995 frá 1. jan 2007, 8. grein. 2007-11-0033.
Lagt fram bréf, dagsett 23. nóvember 2007, frá foreldrum f.h. foreldra barna í 4.HS í Grunnskólanum á Ísafirði. Í bréfinu kemur fram óánægja með breytingu sem framkvæmd var við annarskipti í GÍ. Ennfremur er þar dregin sú ályktun að umrædd grein hafi verið brotin í ákveðnu máli. Greinin varðar skyldu skóla til að fá umsagnir foreldraráða vegna meiriháttar breytinga á skólastarfi.
Ennfremur lagt fram bréf frá foreldraráði GÍ, dagsett 29. nóvember 2007, þar sem fram kemur að foreldraráð telur að ekki hafi verið um meiriháttar breytingu að ræða og því ekki þörf á að kunngera þeim um breytinguna.
5. Frammistaða í PISA 2006
Lagður fram 6. kafli skýrslu um PISA 2006, en í honum eru niðurstöður landshlutanna skoðaðar.
Grunnskólafulltrúi sagði ennfremur frá frekari upplýsinum um PISA sem hann fékk á fundi með starfsmanni Námsmatsstofnunar, fulltrúa PISA á Íslandi.
6. Upplýsingabæklingur frá GÍ
Lagður fram upplýsingarbæklingur frá Grunnskólanum á Ísafirði um Uppbyggingarstefnuna og innleiðingu hennar.
Lagt fram til kynningar.
7. Önnur mál
- Frumvörp til nýrra leik- og grunnskólalaga rædd. Hugmynd um að mynda vinnuhópa sem færu yfir frumvörpin og skiluði inn athugasemdum, ef einhverjar væru.
- Kristín Ósk kynnti þróunarverkefni hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er viðkemur úttekt á grunnskólum, áhugi er um að Ísafjarðarbær gerist aðili að þróunarverkefninu. Fræðslunefnd samþykkti að sótt verði um.
- Ellert Örn afhenti Þingfréttir, fréttabréf Grunnskólans á Þingeyri.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20.
Einar Pétursson, formaður.
Elías Oddsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.