Fræðslunefnd - 265. fundur - 13. nóvember 2007
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason. Soffía Ingimarsdóttir boðaði forföll og mætti Kristín Oddsdóttir í hennar stað. Jafnframt mættu á fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
Leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóna Lind f.h. leikskólastjóra.
1. Hátt til lofts og vítt til veggja? ? Málþing á vegum Félags leikskólakennara
Félag leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa boðar til málþings um börn og byggingar. Málþingið fer fram þann 23. nóvember n.k. í Reykjavík.
2. Skólanámskrá Tjarnarbæjar
Skólanámskrá Tjarnarbæjar lögð fram til kynningar.
3. Ársskýrsla um faglegt starf í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Leikskólafulltrúi tók saman upplýsingar um faglegt starf úr ársskýrslum leikskólanna í Ísafjarðarbæ. Lagt fram til kynningar.
4. Fjárhagsáætlun 2008 - leikskólar
Skólastjórar leikskólanna hafa tekið saman lista yfir viðbótarverkefni sem þeir telja að mikilvægt sé að setja fjármagn í á næsta fjárhagsári. Fræðslunefnd styður framkomnar tillögur.
5. Önnur mál.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi kynnti samantekt um stuðning við starfsmenn leikskóla í námi. Málinu frestað til næsta fundar fræðslunefndar.
Grunnskólamál.
Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson fyrir hönd skólastjóra. Fulltrúar kennara eru þau Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg.
6. Fjárhagsáætlun 2008 - grunnskólar
Skólastjórar grunnskólanna hafa tekið saman lista yfir viðbótarverkefni sem þeir telja að mikilvægt sé að fá fjármagn í á næsta fjárhagsári. Mismunandi er á milli skóla hversu mörg verkefni eru sett fram og hver helstu áhersluatriði eru. Fræðslunefnd styður framkomnar tillögur.
7. Framtíðarskólinn ? skólaþing sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir skólaþingi sveitarfélaga þann 30. nóvember 2007. Helstu mál á dagskrá eru frumvörp um ný leik- og grunnskólalög sem og skólastefnu sambandsins.
Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og grunnskólafulltrúi mæta á þingið.
8. Skýr mörk ? uppbyggingarstefnan í GÍ
Stýrihópur Uppbyggingarstefnunnar í Grunnskólanum á Ísafirði sendu inn ,,skýr mörk? sem starfsmenn skólans hafa sett fram. Skýru mörkin hafa nú þegar verið kynnt foreldrum á aðalfundi foreldrafélagsins. Meðfylgjandi skýru mörkunum er vinnuplagg sem kennarar hafa til hliðsjónar.
9. Skólar á grænni grein
Lagt fram bréf frá Landvernd, stílað á sveitarstjórnir, þar sem verkefnið Skólar á grænni grein er kynnt. Á Íslandi eru nú rúmlega 100 skólar í verkefninu og í Ísafjarðarbæ er einn grunnskóli að vinna að því að fá grænfána en það er Grunnskólinn á Þingeyri.
10. Stuðningur við dönskukennslu
Menntamálaráðuneytið sendi út bækling er fjallar um mögulegan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Er þar fjallað um ýmis konar styrki, sem og sendi- og farkennara. Lagt fram til kynningar.
11. Önnur mál.
Lagt fram bréf, dags. 9. nóvember 2007, frá Menntamálaráðuneytinu þar sem boðið er til fundar þar sem kynna á niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2007. Kynningarfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2007.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:20.
Einar Pétursson, formaður.
Elías Oddsson.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Kristín Oddsdóttir.
Margrét Geirsdóttir, Forstöðum. Skóla- og fjölskylduskr.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.