Fræðslunefnd - 260. fundur - 28. ágúst 2007
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Elías Oddsson og Gylfi Þór Gíslason, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi. Soffía Ingimarsdóttir boðaði forföll og mætti Kristín Oddsdóttir í hennar stað.
Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir.
Tónlistarskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúi, Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans.
1. Tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags. 2007-07-0013.
Lagt fram bréf frá Arnari Barðasyni ofl., Suðureyri, dagsett 4. júlí s.l. er varðar kostnað við tónlistarnám utan lögheimilssveitarfélags og þátttöku sveitarfélagsins í þeim kostnaði. Bæjarráð tók erindið fyrir þann 9. júlí s.l. og óskaði umsagnar fræðslunefndar um erindið.
Fræðslunefnd ítrekar fyrri bókun er varðar reglur um greiðslur er varða nemendur sem stunda nám í tónlistarskóla utan lögheimilissveitarfélags, frá 23. janúar s.l. En þar segir að leitast verði við að dreifa greiðslum til sem flestra og stefnt verði að því að Ísafjarðarbær greiði fyrir allt að einu fullu námi hjá hverjum nemanda.
2. Skýrsla um starfsemi Tónlistarskóla Ísafjarðar skólaárið 2006-2007.
Lagt fram til kynningar.
3. Skólagjöld árið 2007-2008.
Lagt fram til kynningar.
Leikskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. leikskólastjóra.
4. Fræðsluvefurinn Tákn með tali ? styrktarsöfnun.
Lagt fram bréf frá Ingu Vigdísi Einarsdóttur, kt. 170466-4979, dagsettu 26. júní s.l. þar sem heimasíðan Tákn með tali er kynnt sem og verkefni tengd henni. Er jafnframt leitað eftir styrk til að halda áfram vinnu við heimasíðuna.
Verkefnið fékk fyrr í sumar styrk frá félagsmálanefnd.
5. Upplýsingabæklingur um leikskóla Ísafjarðarbæjar.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, kynnti drög að upplýsingabæklingi um leikskóla Ísafjarðarbæjar, sem gert er ráð fyrir að gefa út nú á haustdögum.
6. Skólanámskrá Leikskólans Laufás.
Lagt fram til kynningar
Grunnskólamál
Mættir áheyrnarfulltrúar: Magnús S. Jónsson, f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg f.h. kennara.
7. Skýrslur um skólahald
Lagðar fram til kynningar skýrslur Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskóla Önundarfjarðar. Í skýrslunum er að finna tölulegar upplýsingar um skólana, sem og samantektir um helstu viðburði í skólastarfinu.
8. Stöðumat Gamla apóteksins.
Lagt er fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, fráfarandi yfirmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 5. júlí s.l. er fjallar um stöðumat á Gamla apótekinu í júní 2007.
Bæjarráð tók stöðumatið fyrir þann 9. júlí s.l. og óskar eftir umsögn fræðslunefndar.
Fræðslunefnd telur sér ekki fært að veita umsögn um málið þar sem málaflokkurinn heyrir ekki undir nefndina.
9. Uppsögn skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði.
Bréf Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsettu 27. ágúst 2007, lagt fram, en þar segir hann upp starfi sínu sem skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði.
Fræðslunefnd felur grunnskólafulltrúa að auglýsa starfið og þakkar Skarphéðni fyrir vel unnin störf og óskar honum farsældar í nýju starfi.
10. Nemendafjöldi í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Samantekt grunnskólafulltrúa um nemendafjölda í grunnskólum bæjarins undanfarin þrjú ár.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:15
Einar Pétursson, formaður.
Kristín Oddsdóttir.
Elías Oddsson.
Gylfi Þór Gíslason.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.