Fræðslunefnd - 257. fundur - 29. maí 2007
Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Kolbrún Sverrisdóttir og Gylfi Gíslason. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Elías Oddsson tilkynnti forföll, en enginn mætti í hans stað.
Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Grunnskólamál.
Mættur áheyrnarfulltrúi Ellert Ö. Erlingsson f.h. skólastjóra. Sigríður Steinunn Axelsdóttir og Sigurður Hafberg f.h. kennara.
1. Ráðning yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 2007-04-0051
Rætt um umsóknir um stöðu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Fjórir sóttu um stöðuna: Freydís Jóna Freysteinsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Pétur Björnsson og Unnar Reynisson. Freydís Jóna dró umsókn sína til baka.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að Margrét Geirsdóttir verði ráðin í stöðu yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Gylfi Þór Gíslason og Kolbrún Sverrisdóttir mótmæla því ferli við ráðningu yfirmanns að tveir umsækjendanna voru ekki boðaðir í viðtal og fara fram á að almennt verði allir umsækjendur um störf hjá Ísafjarðarbæ boðaðir í viðtal þegar fjöldi umsækjenda er ekki óyfirstíganlegur.
Önnur mál.
2. Tónmenntaverkefni í GÍ.
Lagt fram bréf frá Jónu Benediktsdóttur, aðstoðarskólastjóra GÍ, dagsett 25. maí s.l. þar sem óskað er eftir 40-50% stöðuhlutfalli tónmenntakennara við skólann til viðbótar við fyrri úthlutun kennslustunda til GÍ. Ástæðan er að koma á sérstöku verkefni í 3. bekk sambærilegu því sem er í gangi í 5. bekk skólans.
Fræðslunefnd felur skólastjórum að útfæra tónmenntaverkefnin innan úthlutaðra kennslustunda skólans enda ekki ljóst af erindinu að það sé full reynt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:05.
Einar Pétursson, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Gylfi Þór Gíslason.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.