Fræðslunefnd - 254. fundur - 10. apríl 2007

Mætt voru: Elías Oddsson, varaformaður, Kristín Hálfdánardóttir, Kolbrún Sverrisdóttir, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir forstm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Ellert Örn Erlingsson, fulltrúi skólastjóra.


Guðrún Anna Finnbogadóttir og Einar Pétursson boðuðu forföll og í þeirra stað mættu Gylfi Þór Gíslason og Óðinn Gestsson.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Leikskólamál:


Mættur áheyrnarfulltrúi, Elsa María Thompson f.h. leikskólastjóra.



1. Fjölgun starfsdaga fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram bréf frá leikskólastjórum dags. 30. mars s.l., þar sem þeir óska eftir fjölgun starfsdaga þannig að þeir verði þrír á ári í stað tveggja nú auk námskeiðsdaga. Stjórnendur óska eftir aukningu til að auka tengsl og samstarf leik- og grunnskóla.


Fræðslunefnd samþykkir að verða við fjölgun starfsdaga um einn með því skilyrði að hann verði nýttur í samstarf skólastiga.


Óðinn Gestsson greiðir atkvæði á móti og leggur fram eftirfarandi bókun:  ,,Tel að leita eigi annara leiða vegna starfs og námskeiðsdaga, með það að markmiði að þjappa saman þessum dögum.?



2. Greinargerð um leikskólabyggingar.  2007-03-0069


Lagt fram bréf frá félagi leikskólakennara dags. 15. mars s.l., þar sem kynnt er greinargerð um leikskólabyggingar.


Lagt fram til kynningar.



3. Skólamötuneyti á Suðureyri.   2007-03-0090


Lagt fram bréf frá sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 22. mars s.l., ásamt teikningum af mögulegri aðstöðu fyrir skólamötuneyti fyrir leik- og grunnskóla á Suðureyri. Með fylgir kostnaðaráætlun. Vegna breytinga á leikskólanum og mataraðstöðu í skólanum.


Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kostnað vegna breytinga á Tjarnarbæ til eldunar fyrir alla nemendur. Fræðslunefnd telur jafnframt nauðsynlegt að finna aðra aðstöðu til að matast í grunnskólanum.



Grunnskólamál:


Ellert Örn Erlingsson mættur f.h. grunnskólastjóra.



4. Kennslustundaúthlutun.


Lagðar fram viðmiðunarreglur Ísafjarðarbæjar, um úthlutun kennslustunda til skólanna, ásamt tillögum Skóla- og fjölskylduskrifstofu um úthlutun næsta skólaár. Gert er ráð fyrir 146,5 kest til GÖ, 171 kest til GS, 204 kest til GÞ og 1.146 kest til GÍ. Jafnframt eru lögð fram rök frá skólastjóra á Þingeyri um nauðsynlegar kennslustundir upp á 219.


Fræðslunefnd samþykkir rök skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri upp á 219 kest fyrir næsta skólaár.



5. Endurskoðun grunnskólastefnu.


Lögð fram endurskoðuð grunnskólastefna frá síðasta fundi nefndarinnar með skólastjórum.


Fræðslunefnd óskar eftir drögum að heilsustefnu, sem unnin er af hópnum ,,Allt hefur áhrif?.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:55.


Elías Oddsson, varaformaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Óðinn Gestsson.


Gylfi Þór Gíslason.     


Kristín Hálfdánardóttir.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstm. Skóla- og fjölskylduskr.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?