Fræðslunefnd - 253. fundur - 19. mars 2007

Mætt voru: Einar Pétursson, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. Guðrún Anna Finnbogadóttir boðaði forföll og varamaður einnig. 


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Grunnskólamál:


Mættir áheyrnarfulltrúar: Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara, Lilja Rafney Magnúsdóttir f.h. foreldra og Ellert Örn Erlingsson f.h. skólastjóra.



1. Fjöldi skóladaga við grunnskóla Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram minnisblöð vegna ákvörðunar um skóladaga n.k. skólaárs.


Fræðslunefnd samþykkir að skólaárið 2007-2008 verði skóladagar 180 og að grunnskólafulltrúi og skólastjórar fari yfir skilgreiningu skóladaga við skipulagningu skólaársins.



2. Ráðning iðjuþjálfa í skólakerfi Ísafjarðarbæjar.


Lögð fram umsókn frá iðjuþjálfa, um störf við grunnskóla Ísafjarðarbæjar.


Fræðslunefnd vísar umsókn hennar til grunnskólanna og felur grunnskólafulltrúa að kynna hana á fundi með skólastjórum.



3. Endurskoðun grunnskólastefnu.


Fræðslunefnd fór yfir væntanlega vinnu við grunnskólastefnu. Farið yfir lög og reglugerðir í málaflokknum.



Kolbrún Sverrisdóttir vék af fundi kl. 17:22.


Feira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 18:00.


Einar Pétursson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Elías Oddsson.


Kristín Hálfdánsdóttir.    


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.  


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?