Fræðslunefnd - 250. fundur - 9. janúar 2007

Mætt voru:, Elías Oddsson, varaformaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kolbrún Sverrisdóttir,  Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  Halldór Halldórsson boðaði forföll og í hans stað mætti Óðinn Gestsson.


Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.


Þetta var gert:


1. Vinnustund fræðslunefndar.


Rætt um  vinnulag nefndarinnar.



Leikskólamál:



2. Ráðning leikskólastjóra Bakkaskjóls. 2006-12-0070


Lagt fram bréf frá tveimur umsækjendum um stöðu leikskólastjóra Bakkaskjóls í Hnífsdal, þeim Sigrúnu Örnu Elvarsdóttur og Gyðu Björg Jónsdóttur dagsett 29. desember 2006, þar sem þær gera athugasemd við rökstuðning fyrir ráðningu leikskólastjóra að Bakkaskjóli.


Kynnt staða málsins.



Grunnskólamál:


Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingssons f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara.



3. Rekstrarskýrsla jan-nóv 2006 fyrir fræðslumál. 2006-05-0073


Lagt fram yfirlit Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, vegna reksturs fræðslumála janúar til nóvember 2006.


Lagt fram til kynningar.



4. Kynningarfundir á Flateyri og Suðureyri vegna unglingastigs. 2006-12-0026 / 2006-12-0047


Grunnskólafulltrúi lagði fram drög að dagsetningu og dagskrá kynningarfunda á Flateyri og Suðureyri vegna unglingastigs.


Lagt fram til kynningar.



5. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. 2006-03-0038


Lagt fram aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, markmið og stefnumótun og leiðir að markmiðum í samræmi við bókun umhverfisnefndar 3. janúar s.l., þar sem óskað er eftir markmiðum fræðslunefndar eigi síðar en 5. febrúar 2007.


Fræðslunefnd mun skoða stefnur fræðslumála og senda inn athugasemdir fyrir 16. janúar n.k., sem lagt verður fyrir næsta fund nefndarinnar.



6. Grunnskólalög og aðalnámskrá. 2007-01-0005


Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu dagsett 22. desember s.l., þar sem kynntar eru breytingar á grunnskólalögum og endurskoðaður almennur hluti aðalnámskrá grunnskóla.


Lagt fram til kynningar.



7. Samkomulag um lengda viðveru 10-16 ára fatlaðra barna.


Lagt fram samkomulag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytis  um lengda viðveru 10-16 ára fatlaðra barna.


Lagt fram til kynningar.


Lilja Rafney Magnúsdóttir f.h. foreldra mætti  kl. 17:30 þar sem hún hafði verið á  fundi í  annarri nefnd. 



8. Önnur mál


a. Lagðar fram til kynningar Þingfréttir, fréttabréf Grunnskólans á Þingeyri.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:40


Elías Oddsson, formaður.


Kristín Hálfdánsdóttir.    


Guðrún Anna Finnbogadóttir.


Kolbrún Sverrisdóttir.    


Óðinn Gestsson.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.   


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.







Er hægt að bæta efnið á síðunni?