Fræðslunefnd - 249. fundur - 19. desember 2006
Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kolbrún Sverrisdóttir, Kristín Ósk Jónasdóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Elías Oddsson boðaði forföll og í hans stað mætti María Valsdóttir.
Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Þetta var gert:
Leikskólamál:
Mættur áheyrnarfulltrúi Jóna Lind Karlsdóttir, f.h. skólastjóra og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
1. Staða leikskólastjóra Bakkaskjóls.
Lagðar fram upplýsingar um umsækjendur um stöðu leikskólastjóra Bakkaskjóls í Hnífsdal. Um stöðuna sækja þrír hæfir umsækjendur, þ.e. Gyða Björg Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir og Sigrún Arna Elvarsdóttir.
Fræðslunefnd mælir með því við bæjarstjórn að Ingibjörg Einarsdóttir verði ráðin í starf leikskólastjóra Bakkaskjóls.
2. Tímabundið leyfi leikskólastjóra Eyrarskjóls. 2006-12-0013
Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri Eyrarskjóls, sótti um fjögurra mánaða leyfi frá störfum vegna ferðar erlendis og um leið að fá að halda 25% starfi til að vinna að skólanámskrá leikskólans. Jónu Lind hefur verið veitt launalaust leyfi frá 1. janúar til 1. maí 2007 og mun aðstoðarskólastjóri leysa hana af.
Fræðslunefnd óskar eftir upplýsingum um hversu mikil vinna liggur að baki gerð skólanámskrár og hvernig það hefur vreið unnið hjá þeim skólum sem lokið hafa við gerð skólanámskrár.
Grunnskólamál:
Mættir áheyrnarfulltrúar: Ellert Örn Erlingssons f.h. skólastjóra, Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara og Lilja Rafney Magnúsdóttir f.h. foreldra.
3. Kynning á uppbyggingastefnunni. 2006-12-0002
Jóna Benediktsdóttir mætti á fund nefndarinnar og kynnti uppbyggingastefnuna, sem unnið er eftir í Grunnskólanum á Ísafirði og verkefni í tengslum við hana.
Fræðslunefnd þakkar Jónu fyrir áhugaverða kynningu.
4. Fjárhagsáætlun 2007. 2006-10-0014
Lagt fram bréf frá stjórn íbúasamtakanna á Flateyri, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á unglingastigi grunnskólans þar.
Eftirfarandi bókun var lögð fram af fulltrúum Í- listans: Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 hefur verið illa kynnt fyrir fulltrúum Í-listans í fræðslunefnd. Ítarlegar greinargerðir frá stjórnendum stofnana hafa ekki verið lagðar fram og stjórnendur fengu ekki tækifæri til að fylgja málum sínum eftir í fræðslunefnd líkt og hefur tíðkast undanfarin ár. Fulltrúar Í-listans telja sig ekki hafa fengið nægilegar upplýsingar til að gera faglegt mat á fjárhagsáætun fyrir skólana auk þess sem engin gögn vegna fjárhagsáætlunar bárust fulltrúum fræðslunefndar fyrir þennan fund. Undir bókunina skrifa Guðrún Anna Finnbogadóttir og Kolbrún Sverrisdóttir.
Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihlutanum:
Gögn með viðbótarbeiðnum frá hverri deild voru lögð fyrir fræðslunefnd og að nýju fyrir nefndina með breytingum. Fræðslunefnd hefur ekki boðað alla deildarstjóra á sinn fund enda skila þeir inn sínum tillögum í fjárhagsáætlun. Grunnskólafulltrúi og leikskólafulltrúi veita umbeðnar upplýsingar á fundum fræðslunefndar.
Misskilnings gætir í bókun fulltrúa Í-listans varðandi vinnslu við fjárhagsáælun.
Ábendingar varðandi það að fá alla deildarstjóra á fund fræðslunefndar verður tekið til athugunar. Halldór Halldórsson, Kristín Hálfdánsdóttir og María Valsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir vék af fundi klukkan 18:15.
5. Kostnaður vegna framhaldsskólaáfanga grunnskólanema.
Lögð fram drög að reglum um greiðslu kostnaðar þegar grunnskólanemar taka framhaldsskólaáfanga að loknu samræmdu prófi ásamt kostnaðarútreikningi vegna þess.
Fræðslunefnd samþykkir framkomnar reglur og leggur til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir útgjöldum vegna þess á næsta fjárhagsári.
6. Önnur mál
a. Fyrirspurn um fjölmenningarstefnu og fjármagn sem ætti að fara í hana.
b. Ellert Örn, skólastjóri á Þingeyri, dreifði Þingfréttum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 18:40
Halldór Halldórsson, formaður.
Kristín Hálfdánsdóttir.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Kolbrún Sverrisdóttir.
María Valsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.
Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.